Niðurfelling á fasteignaskatti 70 ára og eldri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á að bæta kjör eldri borgara. Liður í því hefur verið að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri í Vestmannaeyjum. Með ákvörðun um niðurfellingu á beinum sköttum á fasteignir þeirra er í senn verið að draga úr þörfinni á dýrari úrræðum svo sem hjúkrunarrými, virða valfrelsi eldriborgara hvað […]

Móta tillögur um breytingar á fasteignaskatt örorku- og ellilífeyrisþega

Á fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var umræða um niðurfellingu fasteignaskatts til örorku- og ellilífeyrisþega tekin, en eins og Eyjafréttir greindu frá þá gagnrýndi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bæjarstjórn Vestmannaeyja harðlega fyrir að fella niður fasteignaskatt eldri borgara í bænum ár eftir ár vitandi að það væri ólögmætt. Ekki var bæjarráð sammál um hvaða leið skuli […]

Koma þjónustu- og öryggisstigi í viðunandi horf

„Á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis í kjördæmaviku var aðaláhersla bæjarstjórnar lögð á stöðu heilbrigiðisþjónustu í Vesmannaeyjum. Það liggja fyrir skýrslur og greiningar varðandi þessi mál en eftir þeim er ekki farið og í raun hefur ekkert gerst frá því að “tímabundin” lokun skurðstofu var ákveðin árið 2013,“ segir í bókun bæjarráðs frá fundi þeirra á […]

Ert þú búin að skrifa undir?

Eins og Eyjafréttir sögðu frá um hlegina tók Margrét Steinunn Jónsdóttir verðandi móðir sig til og sendi helstu ráðamönnum þessara þjóða bréf þess eðlis að nú sé komið nóg, hún vill fá  svöru og endurbætur varðandi fæðingar- og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skortur á þjónustu á þessum sviðum við landsbyggðina er óboðlegur. Þrýstingur á stjórnvöld er […]

Hádegisfundur með Kristjáni Þór um veiðigjald og sjávarútveginn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Kristján Þór var með fundi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi í síðustu viku og þar var hörkugóð mæting, alvöru umræður og mikil stemning. Á morgun miðvikudag er komið að fundi í […]

Myndi auka öryggis- og þjónustig vegna bráðaþjónustu

Fyrir liggur skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins og var skýrslan tekin fyrir hjá bæjarráði í gær. Skýrslan fjallar um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. „Stjórn SASS tekur undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap […]

Vill lækka fasteignaskattinn

Á fundi bæjarráðs í gær voru forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs til umræðu. Þar ræddi Trausti Hjaltason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um að það ætti að leita allra leiða til að lækka álögur á bæjarbúa og horfa þar sérstaklega til fasteignaskatts. „Sá skattur bitnar fast á fjölskyldufólki sem þurfa að greiða sífellt hærra hlutfall af tekjum sínum í […]

Sjálfstæðismenn vilja frístundastyrkinn að 18 ára aldri

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram breytingatillögu vegna breyttra aldursviðmiða frístundastyrksins. Frístundastyrkur er upphæð sem er veitt foreldrum árlega til niðurgreiðslu skipulagðs tómstunda- og íþróttastarfs barna sem margsannað er að hafi ótvírætt forvarnargildi og geti dregið úr líkum á frávikshegðun (fíkni-, ofbeldis- og glæpahegðun). Sjálfstæðismenn vilja hækka aldursviðmiðið m.a. til að sporna við brottfalli […]

Frístundastyrkur í boði frá tveggja ára aldri

Bæjarstjórn Eyþór

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudaginn að lækka aldursviðmið vegna frístundastyrks niður í tveggja ára aldur í stað sex. „Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun […]

Þjóðferjuleið til Eyja í vegalög

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks Fólksins í Suðurkjördæmi mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum í gær. Hann vill að þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast leiðir þar sem ferja kemur í stað vegasambands um stofnveg og tengir byggðir landsins sem luktar eru sjó við grunnkerfi samgangna á meginlandinu. Einnig vill […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.