Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]

Eflum löggæslu

Eitt af fáum kosningaloforðum Viðreisnar fyrir komandi kosningar sem kalla á útgjöld er að við ætlum að fjölga lögreglumönnum. Ég hef starfað sem lögreglumaður í ríflega 37 ár og ég veit að það vantar lögreglumenn á flesta pósta. Stór verkefni Þó að lögreglumenn á Íslandi séu fáir er um einvalalið að ræða sem við getum […]

Burðarás íslensks atvinnulífs

Gisli Stef Is

Sjávarútvegur hefur lengi verið burðarás íslensks efnahagslífs og samfélags. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, stuðla að nýsköpun og efla samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðavettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum hvað varðar sjálfbærni, þróun og arðsemi. Hann er í daglegri samkeppni við erlendan ríkisstyrktan sjávarútveg, sem krefst þess að […]

Heimili fyrir fólk en ekki fjárfesta

Öll viljum við og þurfum að eiga húsaskjól, öruggt heimili. Athvarf þar sem okkur líður vel og við getum rekið án þess að þurfa neita okkur um aðrar grunnþarfir. Til að byggja upp öflugt almennt húsnæðiskerfi fyrir almenning á Íslandi er mikilvægt að taka tillit til ýmissa þátta sem stuðla að langtímalausnum og réttlæti á […]

Alls hafa 198 kosið utankjörfundar

Gengið verður til alþingiskosninga á laugardaginn 30. nóvember. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum hófst þann 7. nóvember sl.  Í morgun höfðu 198 kosið utan kjörfundar í Vestmannaeyjum. „Ég er ekki með samanburðartölur frá kosningunum 2021 en þá kusu í heildina 565 utan kjörfundar. Inni í þeirri tölu eru atkvæði greidd á Sjúkrahúsinu og Hraunbúðum,“ sagði Sæunn Magnúsdóttir, […]

Breytum þessu

Guðbrandur Einarss IMG 3169

Fyrir gamlan hund í pólitík hefur þessi kosningabarátta verið alveg einstök. Þar spilar margt inn í. Við í Viðreisn finnum sterkt fyrir því að þjóðin þráir breytingar. Við höfum um árabil verið pikkföst í hjólfari og látið telja okkur trú um að allt sé svo frábært og gott og að hagsmunum okkar sé best borgið […]

Sjálfstæðisflokkurinn er bestur í brekku

Farið er að hitna í kolunum í stjórnmálunum nú þegar fjórir dagar eru til kosninga til Alþingis, nk. laugardag, 30. nóvember. Framboðin reyna að þétta raðir síns fólks og ná til þeirra sem enn hafa ekki ákveðið hvað skal kjósa. Hafa fulltrúar þeirra heimsótt Vestmannaeyjar þessa dagana. Í gær mættu sjálfstæðismennirnir, Brynjar Níelsson, frambjóðandi í […]

Menntun er mikilvægasta jöfnunartækið

Frá því á síðustu öld hef ég unnið í menntakerfinu með fólki frá 4 ára upp í áttrætt. Ég vann á leikskóla í tæpt ár, í grunnskóla í 18 ár, í framhaldsfræðslu í átta og til hliðar hef ég kennt í faginu mínu í  háskóla í 9 ár.  Í upphafi var það tilviljun sem réði […]

Opinn fundur Miðflokksins

Signal 2024 11 17 16 10 28 962

Miðflokkurinn heldur í dag opinn fund í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá flokknum eru Eyjamenn hvattir til að koma og hitta frambjóðendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi á opnum fundi. „Þetta er einstakt tækifæri til að ræða málefni sem skipta máli fyrir Vestmannaeyjar og Suðurland allt!”  Staðsetning: Akóges, Hilmisgötu 15  Dagsetning: Þriðjudagur 26. nóvember  Tími: Kl. 17:00 Við […]

Kristrún og frambjóðendur kjördæmisins í Eldheimum

Nú er að færast hiti í kosningaslaginn og eru bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin með fundi í Vestmannaeyjum í dag. Samfylkingin í Suðurkjördæmi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni  bjóða Eyjamönnum til opins fundar í Eldheimum í dag  milli kl. 17.00-19.00. Í tilkynningu segir að farið verði yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar:   Framkvæmdaplan í húsnæðis- […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.