Veðurhorfur næstu daga

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt […]
Urðu að finna auka 150 metra fyrir hvítu tjöldin

Allt stefnir í metfjölda hvítra tjalda á Þjóðhátíð í ár. Að sögn Ellerts Scheving Pálssonar framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur aldrei verið eins mikil aðsókn í lóðir. „Það bætist í á hverju ári.” segir hann í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Aðspurður um hvort ekki sé jákvætt að ásókn í hvít tjöld sé að aukast svarar Ellert að sjálfsögðu sé það jákvætt. „Það er greinilegt að hátíðin […]
Stuðmenn verða á Þjóðhátíð í ár

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Hljómsveitin er að senda frá sér nýtt lag í vikunni sem er byggt á gömlum grunni og sérstakur gestur hljómsveitarinnar í því lagi er Patr!k Atlason eða Pretty Boy Tjokkjó. Stuðmenn og Þjóðhátíð Saga Stuðmanna er að mörgu […]