Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]

Enn fleiri myndir frá Óskari Pétri

Ekki vitum við hvað margar myndir Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta hefur tekið á Þjóðhátíð. Veit það örugglega ekki sjálfur en við höldum áfram að birta myndir sem hann tók á hátíðinni í fyrra.               (meira…)

Súlurnar settar upp – myndir

Í gær fóru verðandi gestir Þjóðhátíðar í dalinn með tjaldsúlurnar fyrir hvítu tjöldin. Veðrið lék við fólk og vel gekk að koma niður súlunum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta skellti sér í dalinn og smellti nokkrum myndum. (meira…)

Fleiri myndir frá Óskari Pétri

Enn höldum við áfram að birta myndir Óskars Péturs frá síðustu þjóðhátíð. Hún var ansi blaut en Óskari Pétri tókst að fanga það jákvæða sem við viljum að Þjóðhátíð standi fyrir.       (meira…)

Erum mjög vel mönnuð yfir hátíðina

„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar. Til að […]

Myndir Óskars Péturs á síðustu Þjóðhátíð

Óskar Pétur hefur í áratugi myndað þjóðhátíð og um leið skráð sögu Þjóðhátíðar. Mikilvægt starf og óeigingjarnt. Hér er sýnishorn af myndum sem hann tók á síðustu þjóðhátíð. Vel heppnuð þó veðrið hefði mátt vera betra. Fleiri myndir væntanlegar.         (meira…)

Ný fyrirliðabönd í sölu

Fyrirliðaband

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]

Sungið í dalnum í eina og hálfa öld

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stærsta tónlistar- og menningarhátíð landsins er framundan. Hún verður sett í Herjólfsdal klukkan 14:30 á föstudaginn að undangengnu “Húkkaraballi” á fimmtudagskvöldið og svo verður hátíð í dalnum framundir mánudagsmorgun. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segire að mörg stærstu nöfn íslenskra tónlistar í dag séu meðal þeirra sem koma fram og þá er ekki […]

Hægt er að sækja um lóðir fyrir hvítu tjöldin í dag

Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði, ef þú manst ekki lykilorðið þá sækir þú um nýtt lykilorð með því að ýta á “Gleymt lykilorð”. Ef upp kemur að netfangið sé ekki til, þá stofnar þú nýjan aðgang. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að […]

Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.