Jól barnanna – Kristel Kara

Nafn? Kristel Kara Daðadóttir. Aldur? 9 ára. Fjölskylda? Mamma er Thelma Hrund, pabbi Daði, systir mín heitir Kamilla Dröfn og bróðir minn Rökkvi. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Mér finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldunni og að hafa gaman. Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf í ár? Hund. Hvað finnst þér gott að borða um jólin? Önd eða hamborgarhrygg. […]
Ævisaga séra Braga Friðrikssonar komin út

Á dögunum var bókin Séra Bragi – ævisaga gefin út; umfangsmikil ævisaga séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar og eins áhrifamesta prests landsins á sinni tíð. Ævisaga séra Braga Friðrikssonar er stórbrotin saga brautryðjanda og hugsjónamanns. Hann fæddist við erfiðar aðstæður, gekk í gegnum djúpar raunir en reis upp og hafði mikil áhrif á samtíð sína og framtíð. Hann var prófastur Kjalarnessprófastsdæmis á árunum […]
Jóna Gréta hjá verslun GÞ

Eyjafréttir hafa síðustu misseri verið á ferðinni í verslunum bæjarins, skoðað úrvalið og rætt við kaupmenn um vinsælustu gjafavörurnar í aðdraganda jólanna. Við heyrðum í Jónu Grétu hjá verslun GÞ, sem býður upp á fjölbreytt og vandað úrval fyrir jólin. Aðspurð hver sé vinsælasta gjafavaran um þessar mundir segir Jóna það án efa vera rúmfötin. „Líkt og oft áður eru það rúmfötin sem […]
Sara Sjöfn í Póley – Mikið úrval fyrir jólin

Jólin eru á næsta leyti og flestir farnir að huga að undirbúningi hátíðanna. Að mörgu er að hyggja, svo sem gjöfum, mat, skreytingum og stemningu heimilisins. Við ræddum við Söru Sjöfn, eiganda gjafavöruverslunarinnar Póleyjar, um hvað hún telur skipta mestu í gjafavali og hvernig hún sjálf undirbýr jólin. Hún deilir einnig hagnýtum ráðum fyrir þá sem […]
Jólalegir eftirréttir

Jólin eru tími hefða og notalegra samverustunda og fátt er betra á aðfangadag en að gæða sér á góðum mat og ljúffengum eftirréttum. Anna Lilja Tómasdóttir er ein þeirra sem eiga auðvelt með að galdra fram gómsæta rétti að sögn ættingja og vina. Við fengum að skyggnast í jólauppskriftir Önnu Lilju sem deildi með okkur […]
Framkvæmdir við höfnina í samgönguáætlun

Ný samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026-2030 gerir ráð fyrir fjárfestingu í innviðum Vestmannaeyja. Framkvæmdir og viðhaldsverkefni ná bæði til hafnar- og flugvallarmannvirkja auk þess reksturs ferjusamgangna. Í áætluninni eru nokkur umfangsmikil verkefni við höfnina í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Hörgaeyrargarður – stytting og dýpkun: Unnið verður að styttingu og dýpkun garðsins árin 2026 og 2027. Verkefnið er hluti af endurbótum […]
Heilsan, jólin og jafnvægið

Á aðventunni og yfir hátíðarnar finna margir fyrir auknu álagi, óreglu í daglegu lífi og meiri freistingum í mataræði. Til að hjálpa lesendum að halda jafnvægi og vellíðan á þessum tíma settist ég niður með Eygló þjálfara, sem deildi með mér hagnýtum og einföldum heilsuráðum. Eygló segir að hennar besta heilsuráð yfir hátíðarnar sé að […]
Ingibjörg Bergrós – Stöndum fagnandi með ÍBV

Kynslóðin sem var að vaxa úr grasi upp úr 1970 í Vestmannaeyjum og fyllti Samkomuhúsið og Alþýðuhúsið á hverju ballinu á fætur öðru, var kröftug, uppfinningasöm og skemmtileg. Peyjarnir í útvíðum buxum, háhæluðum skóm, með barta og sítt hár, blúndur á skyrtunni og reyktu filterslausan Camel. En stelpurnar voru í nælonsokkum og stuttum pylsum með […]
Jólin hjá framlínufólki

Þó flestir landsmenn séu heima með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöldi er það ekki raunin hjá öllum. Margir geta ekki verið heima í faðmi fjölskyldu á þessum hátíðardegi og geta ástæðurnar verið margvíslegar, meðal annars vegna vinnu, veikinda eða að þeir eigi fáa að. Guðný Bernódusdóttir er ein þeirra sem starfar í framlínu og hefur oftar en ekki verið í vinnu yfir jólahátíðina. Á meðan […]
Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]