Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]

Svavar Steingríms gefur hreyfinguna ekki eftir  

Svavar Steingrímsson eða Svabbi eins og hann er kallaður er Eyjamaður mánaðarins. Svabbi hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir náttúrunni og útivist og er mikill úteyjamaður. Þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára gamall hreyfir hann sig nánast á hverjum degi og er Heimaklettur einn af hans uppáhalds stöðum að fara á. Svavar er […]

Heimaklettur: Framkvæmdir hafnar en framhaldið tefst 

Endurbætur á gönguleiðinni upp Heimaklett hófust í sumar, en tafir hafa orðið vegna þess að skipta þurfti um verktaka.  Eins og fram kom í fyrri umfjöllun Eyjafrétta í maí síðastliðnum hefur gönguslóði upp Heimaklett verið talinn forgangsverkefni til lagfæringar. Þar kom fram að slóðinn væri orðinn mjög illa farinn og að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefði veitt […]

Sterk staða verkmenntunar í Eyjum 

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun en auk FÍV er Fataiðndeild Tækniskólans og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson grunn- og framhaldsskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands tilnefnd í flokknum.  Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 4. nóvember næstkomandi […]

Gervigreindin  tvíeggjað sverð en möguleikar óendalegir 

Vel var mætt á námskeið um hagnýta notkun á gervigreind í atvinnulífi sem Þekkingarsetur  Vestmannaeyja stóð fyrir í upphafi mánaðarins. Fyrirlesarar voru þrír, Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar eigandi ráðstefnufyrirtækisins Iceland Innovation Week og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri Innovation Week.  Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar og margt sem kom á óvart, m.a. að upphaf gervigreindar má rekja aftur til […]

Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]

Framkvæmdastjóri Lagarlífs um laxeldi

Sem Vestfirðingur hef ég upplifað laxeldið sem ævintýri. Áhrifin á lífskjör og tækifæri Vestfirðinga hafa verið gríðarleg, enda er fiskeldi hátæknigrein sem kallar á mikinn mannauð og menntun ásamt verðmætasköpun. Ég þykist vita að sama sé upp á teningnum á Austfjörðum þar sem sjóeldi er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein og stendur undir verðmætasköpun í fjórðungnum.   […]

Ragnar á Látrum: Líflína mín til Eyja, er vaður sem heldur 

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]

María Pétursdóttir: Ástríða og áhugi alltaf verið til staðar

María Pétursdóttir sem er einn eigandi Hárhússins er mikil áhugakona um allt sem kemur að heimili og hönnun. Áhugi hennar hefur fylgt henni allt tíð og er hún óhrædd við að ganga í hlutina hversu stórir eða smáir sem þeir eru. Maja eins og hún er kölluð er einstaklega mikil smekksmanneskja með afar gott auga […]

Íþróttamaður mánaðarins er Sandra Erlingsdóttir

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er handboltakonan Sandra Erlingsdóttir. Það þarf vart að kynna Söndru fyrir Eyjafólki en hún er leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta og A-landsliðs Íslands. Sandra er komin aftur í ÍBV og hefur farið frábærlega af stað í Olís deildinni með eftir að hafa leikið erlendis, bæði í Þýskalandi og Danmörku um nokkurt skeið, ásamt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.