Lúxushótel og baðlón á Nýja hrauninu tilbúið 2026 -2027

„Ástæðan er einföld, Vestmannaeyjar er einn fallegasti staður á jarðríki. Ég og Magga erum búin að vera viðloðandi Eyjarnar í um tíu ár. Við keyptum okkur hús við Búhamar og gerðum upp. Það hefur verið okkar annað heimili síðan,“ segir Kristján Gunnar Ríkharðsson oftast kenndur við fyrirtæki sitt, Skugga byggingarfélag sem hefur verið umfangsmikið í […]

Ferðaþjónusta í Eyjum á mikið inni

„Af hverju Vestmannaeyjar? Svarið er einfalt. Þær eru einn fallegasti staður á landinu, með einstaka náttúrufegurð, sögu, menningu og fuglalíf. Einnig eru fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í Eyjum svo sem siglingar um Eyjarnar, fallegasti golfvöllur landsins, Eldheimasafnið, einstakir matsölustaðir og margt fleira. Það kom ekki á óvart þegar Vestmannaeyjar voru valdar einn af mest spennandi áfangastöðum heims […]

Sjóvá sinnir þjónustuhlutverki sínu af metnaði

„Tryggingfélagið Sjóvá rekur 13 útibú um allt land, auk höfuðstöðvanna sem eru í Reykjavík. Við leggjum mikinn metnað í að sinna þjónustuhlutverki okkar með framúrskarandi hætti, þannig að viðskiptavinir okkar fái góða vernd í samræmi við þarfir þeirra, góða ráðgjöf byggða á þekkingu og snögga og örugga þjónustu ef þeir lenda í tjóni,“ segir Jóhann […]

Júníus Meyvant – Á þeysireið um Evrópu og ný plata

Tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast í tónlistinni upp á síðkastið. Unnar er fæddur og uppalinn hér í Eyjum, og býr hér ásamt eiginkonu sinni Sigríði Unni Lúðvíksdóttur og þremur börnum. Unnar hefur ávallt verið mikill listamaður og einskorðast listin ekki einungis við tónlistina, en samhliða […]

Iða Brá er í hópi öflugs Eyjafólks í Arion banka

Iða Brá Benediktsdóttir er ein margra kvenna sem tóku sín fyrstu skref í atvinnulífinu hjá Magga á Kletti í Vestmannaeyjum. Var síðar gjaldkeri í Sparisjóði Vestmannaeyja með skóla. Þar var faðir hennar, Benedikt Ragnarsson við stjórnvölinn. Ekki slæmt veganesti og í dag er hún aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Með henni í bankanum er […]

TM hefur þjónustað Eyjamenn frá upphafi

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862. Tók félagið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar, seinna TM þegar hún var stofnuð í desember 1956. Félögin sameinast árið 1994 og Bátaábyrgðarfélagið lagt niður. „Jóhann Friðfinnsson var umboðsmaður fyrir bæði Bátaábyrgðarfélagið og TM og tók Guðbjörg Karlsdóttir við af honum. Á þessum árum hafa ekki verið margir starfsmenn en þeir eiga […]

Fjölbreytt verkefni KPMG og ECIT Bókað

KPMG á Íslandi er einkahlutafélag sem er að fullu í eigu 37 hluthafa sem allir eru starfsfólk félagsins. KPMG ehf. heldur á sérleyfi frá KPMG Global. Á skrifstofunni í Vestmannaeyjum starfa Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Nökkvi Már Nökkvason og Elín Inga Halldórsdóttir. KPMG opnaði skrifstofu í Vestmannaeyjum í febrúar 2014. „KPMG veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, […]

Fáir þekkja viðskiptavini sína betur en útibúið hér í Eyjum

Margir kannast við auknar kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja, svo sem um að þekkja viðskiptavini sína. „En á fáum stöðum þekkir Íslandsbanki viðskiptavini sína betur en hér í Eyjum,“ segir Sigursteinn Bjarni Leifsson, útibússtjóri Íslandsbanka. „Við búum vel að eiga í nánu og góðu sambandi við viðskiptavini hér í Eyjum þar sem rætur bankans […]

VR í Vestmannaeyjum  

Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan tók félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja þá ákvörðun að sameinast VR. Slíkar ákvarðanir eru aldrei teknar nema að undangengnu umfangsmiklu hagsmunamati og er auðvelt að ímynda sér að árin áður hafi einkennst af ítarlegum umræðum um kosti og galla slíkrar sameiningar.  Hættan er augljós, því þegar sameiningar innibera annars vegar landsbyggðareiningar og […]

Landsbankanum vel tekið og samkeppnin kemur öllum til góða

„Það má segja að Landsbankinn hafi dreift starfseminni út í útibúanetið. Þegar við mætum til vinnu erum við ekki bara að vinna fyrir Vestmannaeyjar heldur allt landið. Við göngum í mál hvort sem þau eru á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík eða hvar sem er. Þegar t.d. Björn á Egilsstöðum fer í greiðslumat og sækir um […]