Sæunn Lúðvíksdóttir, kokkur á sjó í 11 ár

Við Gunni byrjuðum að búa saman á vistinni við Stýrimannaskólann í Eyjum, innan um öll þessi testosterabúnt og galsafulla peyja í skipstjórnarnámi. Ruðningsáhrifin frá þeim áttu það til að vera töluverð, stundum barið í borðið og svo tróðu þeir neftóbaki í bílförmum í nefnið á sér. Um vorið fluttum við í blokkaríbúð í Áshamri og […]
Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir: Sögur af sjó

Í hvert sinn sem ég stoppa til að fá mér kaffi á verkstæði Icecool í Gagnheiðinni á Selfossi er tekið hressilega á móti manni, þar er töluð íslenska og það er töggur í mannskapnum. Þarna birtast manni hestöfl og kraftur hugans í öflugum rekstri og næmri þekkingu til að leiða afl vélarinnar út í hjöruliðina. […]
Netaveiðar fyrr á tímum og nú

Þegar ég var drengur fór ég oft á sjó með pabba, Friðriki Ásmundssyni. Hann var oftast með báta sem Fiskiðjan átti. Ég fór á sjó þegar veitt var á línu, net og líka á trolli, ég man eftir því að ég fór með honum á Reyni VE 15 og það var veidd síld í nót. […]
Kaffispjall og siglt inn í sólina að morgni dags

Pabbi hafði eitthvað verið á sjó þegar hann var yngri. Hann reri á netavertíð en var lærður járnsmiður. Hans sjómennska var viðhald og viðgerðir á bátum, er laghentur, lagar hlutina á sinn hátt en það virkar,“ segir Sigurður Bragason, trillukarl um föður sinn Braga Steingrímsson, skipstjóra og útgerðarmann á Þrasa VE. Bragi byrjaði að gera […]
Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]
Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]
Eyjascooter: skemmtilegar ferðir á hlaupahjólum

Eyjascooter er lítið einkarekið fyrirtæki hér í Eyjum í eigu þeirra hjóna Ingibjargar Bryngeirsdóttur og Heiðars Arnar Svanssonar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hlaupahjólaferðum um eyjuna og bjóða þau upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn. Þau taka á móti ferðafólki, heimafólki og hópum, og eru mjög opin og sveiganleg með hugmyndir frá fólki. ,,Þetta er þriðja […]
Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]
Fjórhjólaferðir veita fólki nýja sýn á Vestmannaeyjar

Volcano ATV var stofnað árið 2019 og er í eigu Þorsteins Traustasonar. Volcano ATV býður gestum upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn á fjórhjólum. Þorsteinn Traustason, eða Steini eins og hann er kallaður, stofnandi fyrirtækisins, segir hugmyndina af ferðunum hafa kviknað í tengslum við áhuga hans á mótorcrossi. Hann var oft á hjóli upp á […]
Herjólfur er fjölskylduvænn vinnustaður

Það er heldur hráslagalegt veðrið þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Ólöfu Maren Bjarnadóttur og Páli Eiríkssyni á heimili þeirra í Foldahrauninu. Þar búa þau með tveimur börnum sínum, Ástrós Berthu og Arnóri Breka. Austan kæla og þokuslæðingur á meðan sól og blíða var annars staðar á landinu. Hún Akureyringur en hann innmúraður Eyjamaður. „Ég […]