Skuldar Vestmannaeyjabæ yfir 800 milljónir

Eygló eignarhaldsfélag ehf., dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, skuldar bænum 801 milljón króna vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Innviðir félagsins voru nýverið seldir úr félaginu til Mílu sem keypti þá fyrir 705 milljónir, fjárfestingu sem nam 750 milljónum en einnig tapast 50 milljónir í vaxtatekjur. Njáll Ragnarsson er stjórnarformaður […]
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti í Play fyrir 194 milljónir

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja átti hlut í flugfélaginu Play sem lýst var gjaldþrota í morgun. Kaupverðið var upp á um 194 milljónir króna, að því er segir í svari Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins til Eyjafrétta. Áður hafði komið fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi átt 34.000.000 hluti í flugfélaginu Fly Play hf., sem nam 1,80% eignarhlut. Sjá einnig: Gjaldþrot […]
Innviðir Eyglóar seldir á 705 milljónir

Eitt mál var á dagskrá fundar bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar var fjallað um Eygló, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum og sölu innviða úr félaginu. Fjarskiptainnviðir Eyglóar voru auglýstir til sölu á vef Vestmannaeyjabæjar þann 10. júní sl. og í framhaldi í öðrum miðlum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi föstudaginn […]
Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]
Tapið gæti numið um 150 milljónum

Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur, sagði í umfjöllun um málið í […]
Högnuðust um tæpan hálfan milljarð á fyrri hluta árs

Árshlutareikningur HS Veitna hf. fyrir fyrri hluta ársins 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í síðasta mánuði. Heildarhagnaður á fyrri hluta ársins 2024 var 497 m.kr. á móti hagnaði á sama tímabili árið 2023 upp á 316 m.kr. EBITDA var á fyrri helmingi ársins 2024 1.881 m.kr. (35,48%) á móti 1.877 m.kr. (37,8%) á sama […]