Skuldar Vestmannaeyjabæ yfir 800 milljónir

ljosleidari_thjotandi-3.jpg

Eygló eignarhaldsfélag ehf., dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, skuldar bænum 801 milljón króna vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Innviðir félagsins voru nýverið seldir úr félaginu til Mílu sem keypti þá fyrir 705 milljónir, fjárfestingu sem nam 750 milljónum en einnig tapast 50 milljónir í vaxtatekjur. Njáll Ragnarsson er stjórnarformaður […]

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fjárfesti í Play fyrir 194 milljónir

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja átti hlut í flugfélaginu Play sem lýst var gjaldþrota í morgun. Kaupverðið var upp á um 194 milljónir króna, að því er segir í svari Hauks Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins til Eyjafrétta.  Áður hafði komið fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi átt 34.000.000 hluti í flugfélaginu Fly Play hf., sem nam 1,80% eignarhlut. Sjá einnig: Gjaldþrot […]

Innviðir Eyglóar seldir á 705 milljónir

ljosleidaralogn_2021

Eitt mál var á dagskrá fundar bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar var fjallað um Eygló, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum og sölu innviða úr félaginu. Fjarskiptainnviðir Eyglóar voru auglýstir til sölu á vef Vestmannaeyjabæjar þann 10. júní sl. og í framhaldi í öðrum miðlum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á hádegi föstudaginn […]

Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

ljosleidaralogn_2021

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]

Tapið gæti numið um 150 milljónum

Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur, sagði í umfjöllun um málið  í […]

Högnuðust um tæpan hálfan milljarð á fyrri hluta árs

HS_veit_bill_logo_24_IMG_4443_min

Árshlutareikningur HS Veitna hf. fyrir fyrri hluta ársins 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í síðasta mánuði. Heildarhagnaður á fyrri hluta ársins 2024 var 497 m.kr. á móti hagnaði á sama tímabili árið 2023 upp á 316 m.kr. EBITDA var á fyrri helmingi ársins 2024 1.881 m.kr. (35,48%) á móti 1.877 m.kr. (37,8%) á sama […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.