Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]

Ingigerður vaktar 2,5 tonn af jólasíld og heitir góðum árgangi 2021

Jólahátíð er skammt handan hornsins og henni fylgir ómissandi jólasíld Vinnslustöðvarinnar. Þar á bæ er síldaraðventan þegar gengin í garð, næst kemur jólafastan og loks sjálf jólin. Mikil spenna ríkir hjá núverandi og fyrrverandi starfsfólki og meðal velunnara Vinnslustöðvarinnar yfirleitt vegna hinnar ómissandi síldar. Snemma í desember hefst svo niðurtalning. Þegar jólasíldarvinir fá föturnar sínar […]

Eldur fiskimjölsverksmiðju VSV

Eldur kviknaði í morgun í og við einn af kötlum Fiskimjölsverksmiðju VSV þegar olía sprautaðist þar yfir vegna bilunar í búnaði. Starfsmenn brugðust skjótt við, skrúfuðu fyrir olíuna og náðu að slökkva með dufttækjum á vettvangi. Svartan reyk lagði frá verksmiðjunni og sót barst um stund með vindi yfir hluta bæjarins. „Þarna fór blessunarlega betur […]

Innileg fjöldagleði á árshátíð VSV

Það var kominn tími á að gera sér dagamun og menn gerðu það sannarlega á glæsilegri árshátíð Vinnslustöðvarinnar um helgina. Veirufaraldurinn svipti okkur þessum árlega gleðskap í fyrra en nú small allt. Samkoman tókst líka svona ljómandi vel. Gestir og starfsmenn í Höllinni brostu hringinn, skemmtikraftar fóru á kostum og hljómsveitin Made-in sveitin lék við hvurn sinn […]

Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]

Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]

Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]

Tvö smit greindust í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna

Tvö COVID-smit hafa greinst undanfarna daga í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna, annað í VSV en hitt í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri ehf., dótturfélagi VSV. Niðurstöðurnar voru í báðum tilvikum staðfestar á heilsugæslunni með PCR-prófum. „Við höfum tekið á sjöunda tug prófa hjá okkur og starfsmennirnir lýsa mikilli ánægju með að þetta sé yfirleitt gert og hvernig […]

Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“.  Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]

Fyrsti markíllinn til Eyja um helgina – rætist draumur Eydísar á kaffistofunni?

Eydís

Makrílvinnsla hefst að líkindum í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar snemma að morgni sunnudags 4. júlí og verður óvæntur en afar velkominn dagskrárliður goslokahátíðarinnar hjá þeim sem beðið hafa átekta eftir að fyrsti makríll vertíðarinnar láti sjá sig í Vestmannaeyjum. Kap VE er á heimleið með um 800 tonn úr Smugunni og Ísleifur leggur væntanlega af stað heim […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.