Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“. Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri.
Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum og bókfært virði eignarhluta þeirra í árslok 2019“ og um fjárfestingar „tengdra eignarhaldsfélaga útgerða í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum og bókfært virði eignarhluta þeirra í árslok 2019.“
Skýrslubeiðnin og afgreiðsla málsins á vettvangi framkvæmdavaldsins hefur að sjálfsögðu sinn gang en að þessu gefna tilefni þykir rétt að benda á að allar upplýsingar um fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar eru birtar í ársreikningum félagsins og aðgengilegar öllum sem áhuga hafa og bera sig eftir þeim. Samandregnar eru þær hér í meðfylgjandi töflu. Þar eru svör við spurningum sem koma fram í skýrslubeiðni alþingismannanna.
Vinnslustöðin er þar að auki meðeigandi en í miklum minnihluta eignarhalds í nokkrum félögum til viðbótar, til dæmis í Okada Suisan í Japan. Þessa er að sjálfsögðu getið skilmerkilega í ársreikningum samstæðunnar.
Meginþættir í fjárfestingum Vinnslustöðvarinnar eru aðallega af tvennum toga:
Allar fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar hafa að meginmarkmiði að efla og styrkja atvinnulíf og byggð í Vestmannaeyjum og stuðla að enn meiri landvinningum fyrir íslenskt sjávarfang á alþjóðlegum matvörumarkaði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst