Dáðadrengur í hrognafrystingu

Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu. Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér […]

Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]

Pönnusteikta loðnu á diskinn, takk!

Wenyi Zeng kokkur á veitingastaðnum Canton í Vestmannaeyjum fer létt með að sýna og sanna að loðna er ljómandi góður matur. Hún steikti hængi og hrygnur á pönnu í hádeginu í dag og hefði fengið margar stjörnur hjá Jónasi heitnum Kristjánssyni matrýni fyrir ferskleika hráefnis og einfalda en ljúfmannlega matreiðslu. Hún lét fiskinn stikna í […]

Áhöfn Kap II dregur furðuþorsk úr sjó

Furðufiskar þorskstofnsins hafa yndi af því að láta áhafnir Vinnslustöðvaskipa veiða sig og enda ævina í Vestmannaeyjum. Í fyrra urðu tveir fiskar landsþekktir og frétt um annan þeirra, „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var mest lesna fréttin á fréttavefnum mbl.is á árinu 2020. Áhöfnin á Drangavík VE fékk báða furðufiska liðins árs í sömu vikunni á […]

Blítt lætur veröld vertíðar + Breki í togararall

„Veður og tíðarfar í janúar og febrúar hefur verið sérstaklega hagstætt og vel aflast. Í heildina tekið er jafn og góður gangur í vertíðinni til sjós og lands, litlar sveiflur líkt og við höfum séð oft áður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Í vikunni sem nú er senn á enda tókst að pakka öllum […]

Loðnufögnuður á sprengidegi

„Við fengum þessi 250-260 tonn í tveimur köstum á Meðallandsbugt, úti fyrir Skaftárósum. Þetta þykir nú ekkert sérstakt á  stað þar sem ætti að vera mokveiði. Lítil áta er í loðnunni og hrognahlutfallið um 15%,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld og löndun hófst […]

Glæsilegt starfsmannarými VSV í Króki tekið í gagnið

Hluti starfsmannarýmis í nýrri tengibyggingu Vinnslustöðvarinnar, Króki í Hafnargötu, var tekinn í notkun í dag. Starfsmenn í uppsjávarvinnslunni njóta einir herlegheitanna til að byrja með, það er að segja menn á vöktum á loðnuvertíð sem vonandi hefst í lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu. Þannig verður líka hægt að aðgreina starfsmannahópa í fiskvinnslu VSV […]

Af óveiddri loðnu, ónotuðum loðnustígvélum og Magnúsi & Eyjólfi

„Eyjólfur félagi minn Guðjónsson harðbannaði mér að fara í loðnustígvélin mín í ár því ella fyndist ekki loðna. Það hvarflaði ekki annað að mér en hlýða og viti menn; loðna fannst og við erum fullir bjartsýni um að miklu meira komi í leitirnar svo við fáum fyrirtaks vertíð. Stígvélunum hendi ég ekki en tók þau […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Guli furðuþorskurinn af Drangavík á vinsældatoppi mbl.is árið 2020

Frétt á Vinnslustöðvarvefnum um „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var birt í framhaldinu í 200 mílum á fréttavefnum mbl.is og reyndist sú mest lesna þar á bæ á öllu árinu 2020!. Þannig greinir mbl.is frá tíðindunum 10. janúar 2021. Áhöfnin á Drangavík, VSV-vefurinn og Gunnar Jónsson fiskifræðingur skrá sig þar með sameiginlega í sögubækur ársins 2020 að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.