Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]

Gleðilega hátíð!

Bjallan á VSV-húsinu og kertið við Fiskimjölsverksmiðju VSV eru sýnilegir boðberar hins sanna jólaanda og lýsa upp tilveruna í svartasta skammdeginu í bænum okkar. Hvoru tveggja á sér sögu og er liður í aðventu- og jólahefð Vestmannaeyja. Reykháfurinn var reistur við bræðsluna sumarið 1925, mikið mannvirki og stöndugt. Hann hefur fyrir löngu lokið upphaflegu hlutverki […]

Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]

Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

VSV-síldin betri en Ísfélagið sigraði í umbúðakeppninni

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar í ár fékk afbragðsdóma algjörlega hlutlauss kviðdóms starfsmanna á skrifstofu VSV á blindsmökkunarsamkomu í dag. Jólasíld Ísfélagsins fékk góða dóma líka en var sett skör lægra í aðaleinkunn þegar öll stig í bragð- og skynmati voru lögð saman. Síldarkviðdómur VSV fjallaði bæði um innihald og umbúðir. Í umbúðahlutanum hafði Ísfélagið betur og þar […]

Jólasíld VSV komin í hátíðarílátin – vaxandi spenna

Jólin nálgast og margrómuð jólasíld Vinnslustöðvarinnar er komin í fötur og bíður þess nú á lager að verða afhent eftirvæntingarfullum viðtakendum á aðventunni. Fyrir fjölda fólk eru engin jól án jólasíldarinnar. Það er alveg á hreinu. Hópur fólks vann í dag að því hörðum höndum undir þaki uppsjávarvinnslu VSV að ganga frá síldinni í merktum […]

VSV-saltfiskur í öndvegi portúgalskrar matarhátíðar

Saltfiskur frá Vinnslustöðinni er í hávegum hafður á mikilli matarhátíð sem stendur yfir í þremur héruðum Portúgals og varir til 22. nóvember. Aðstandendur hátíðarinnar, Gastronomia de Bordo, ákváðu að hafa setningarathöfnina í sölum Grupeixe, saltfiskfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar í Portúgal – sem var auðvitað mikill heiður og viðburður. Þar mættu borgarstjórinn á staðnum, formaður borgarráðs, fleiri héraðshöfðingjar […]

Vinnslustöðin færist upp eftir lista fyrirmyndarfyrirtækja

Vinnslustöðin er nr. 37 á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu öllu árið 2020. Creditinfo birti listann í dag. Vinnslustöðin var í 46. sæti fyrir árið 2019 og hefur því þokast upp um níu sæti frá því í fyrra á þessum eftirsótta gæðalista! Einungis um 2% allra íslenskra fyrirtækja standa […]

Útvegsbændafélagið aldargamalt

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir eða réttara væri líklega að segja á kóvíd-tímum að nú séu liðin 100 ár frá stofnun félagsins en hátíðarhöld af því tilefni bíði um sinn. Félagið hét upphaflega Útvegsbænda- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja, stofnað 20. október 1920, og skráður tilgangur þess meðal annars að „stuðla að sanngirni og […]

Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

Vinnslustöðin hefur tekið á móti um 5.500 tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíð sem lýkur um leið og landað hefur verið úr Ísleifi VE í kvöld og unninn afli úr skipinu. „Vertíðin var afar vel heppnuð og við höfum haldið vinnslu gangandi nánast samfleytt frá því veiðar hófust 16. september. Fengum mjög góðan fisk sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.