Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]

Gleðilega hátíð!

Bjallan á VSV-húsinu og kertið við Fiskimjölsverksmiðju VSV eru sýnilegir boðberar hins sanna jólaanda og lýsa upp tilveruna í svartasta skammdeginu í bænum okkar. Hvoru tveggja á sér sögu og er liður í aðventu- og jólahefð Vestmannaeyja. Reykháfurinn var reistur við bræðsluna sumarið 1925, mikið mannvirki og stöndugt. Hann hefur fyrir löngu lokið upphaflegu hlutverki […]

Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]

Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

VSV-síldin betri en Ísfélagið sigraði í umbúðakeppninni

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar í ár fékk afbragðsdóma algjörlega hlutlauss kviðdóms starfsmanna á skrifstofu VSV á blindsmökkunarsamkomu í dag. Jólasíld Ísfélagsins fékk góða dóma líka en var sett skör lægra í aðaleinkunn þegar öll stig í bragð- og skynmati voru lögð saman. Síldarkviðdómur VSV fjallaði bæði um innihald og umbúðir. Í umbúðahlutanum hafði Ísfélagið betur og þar […]

Jólasíld VSV komin í hátíðarílátin – vaxandi spenna

Jólin nálgast og margrómuð jólasíld Vinnslustöðvarinnar er komin í fötur og bíður þess nú á lager að verða afhent eftirvæntingarfullum viðtakendum á aðventunni. Fyrir fjölda fólk eru engin jól án jólasíldarinnar. Það er alveg á hreinu. Hópur fólks vann í dag að því hörðum höndum undir þaki uppsjávarvinnslu VSV að ganga frá síldinni í merktum […]

VSV-saltfiskur í öndvegi portúgalskrar matarhátíðar

Saltfiskur frá Vinnslustöðinni er í hávegum hafður á mikilli matarhátíð sem stendur yfir í þremur héruðum Portúgals og varir til 22. nóvember. Aðstandendur hátíðarinnar, Gastronomia de Bordo, ákváðu að hafa setningarathöfnina í sölum Grupeixe, saltfiskfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar í Portúgal – sem var auðvitað mikill heiður og viðburður. Þar mættu borgarstjórinn á staðnum, formaður borgarráðs, fleiri héraðshöfðingjar […]

Vinnslustöðin færist upp eftir lista fyrirmyndarfyrirtækja

Vinnslustöðin er nr. 37 á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu öllu árið 2020. Creditinfo birti listann í dag. Vinnslustöðin var í 46. sæti fyrir árið 2019 og hefur því þokast upp um níu sæti frá því í fyrra á þessum eftirsótta gæðalista! Einungis um 2% allra íslenskra fyrirtækja standa […]

Útvegsbændafélagið aldargamalt

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir eða réttara væri líklega að segja á kóvíd-tímum að nú séu liðin 100 ár frá stofnun félagsins en hátíðarhöld af því tilefni bíði um sinn. Félagið hét upphaflega Útvegsbænda- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja, stofnað 20. október 1920, og skráður tilgangur þess meðal annars að „stuðla að sanngirni og […]

Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

Vinnslustöðin hefur tekið á móti um 5.500 tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíð sem lýkur um leið og landað hefur verið úr Ísleifi VE í kvöld og unninn afli úr skipinu. „Vertíðin var afar vel heppnuð og við höfum haldið vinnslu gangandi nánast samfleytt frá því veiðar hófust 16. september. Fengum mjög góðan fisk sem […]