Lítið að frétta af makrílnum

„Merki voru um breytta hegðun makríls í hafinu í fyrra en nú gerist eitthvað allt annars eðlis en við höfum upplifað áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, um þá staðreynd að makrílfloti landsmanna er kominn í Smuguna (alþjóðlegt/opið hafsvæði austan við Svalbarða) en finnur þar lítið. Þar á meðal eru Ísleifur VE, Kap VE […]

Úr gæðaeftirliti makríls áleiðis í flugvélaverkfræði

„Flugvélar hafa heillað mig lengi. Það hljómar kannski fjarstæðukennt en draumurinn er einfaldlega að starfa í framtíðinni við að hanna flugvélar. Ég kann ekki að skýra þennan áhuga en þannig er þetta bara og ég ætla að leggja hart mér til að láta drauminn rætast,“ segir Hafdís Magnúsdóttir, verkfræðinemi og sumarstarfsmaður í uppsjávarvinnslu VSV. Hún […]

Aksjón í vinnslunni skemmtilegri en hangs við tölvuskjá

Marta Möller er tökubarn Vinnslustöðvarinnar þannig séð. Látum samt fljóta með að hún er dóttir Rutar Ágústsdóttur og Jakobs Möller en ólst upp í grennd við Vinnslustöðina og í henni. Marta reyndi fyrir sér á öðrum starfsvettvangi en sogaðist aftur að Vinnslustöðinni, er þar orðinn verkstjóri í botnfiski og humri og nýtur tilverunnar. „Pabbi flutti […]

VSV-humar fyrirsæta í kennsluefni

„Ég er mættur hingað til að safna myndum í kennsluefni fyrir framhaldsskólanema. Margsannað mál er að góðar myndir segja meira en mörg orð og það á afar vel við hér,“ sagði Hörður Sævaldsson, lektor í auðlindadeild Háskólans á Akureyri, á dögunum þegar hann leit inn í humarvinnslu VSV og „skaut“ í allar áttir þar sem […]

Verðandi hugbúnaðarverkfræðingur á makrílvaktinni

„Vinkona mín vann í uppsjávarhúsi VSV 2018. Þegar kom að því að vinkonur hennar sem með henni unnu færu í skóla þegar leið á sumarið hafði hún samband við mig og bauð mér að koma til Eyja og vinna með sér. Mér leist ekki vel á hugmyndina í fyrstu en sló til og nú er […]

Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér. Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á […]

Toppur tilverunnar að komast á hestbak eftir makrílvaktina

Hún hefur um árabil verið flokksstjóri í sölum Vinnslustöðvarinnar, þar af undanfarin fjögur ár í nýju uppsjávarvinnsluhúsi fyrirtækisins. Ingigerður Guðrún Helgadóttir á að baki starfsferil í aldarfjórðung hjá VSV og hefur komið þar víða við sögu í fiskvinnslunni. Utan vinnu sinnir hún fjórfættum vinum og telur ekki eftir sér að verja miklum tíma í kringum […]

Breki til veiða á ný eftir málningar- og viðhaldsstopp

Togarinn Breki VE lagði úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld í fyrstu veiðiferð eftir stopp í hálfan annað mánuð. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík og málað hátt og lágt. Þá var fjarlægt skilrúm í lest sem bætir starfsaðstæður og eykur pláss svo hægt væri að bæta við nokkrum körum af fiski. Enn fremur […]

6.000 tonn af makríl komin í hús

„Makrílvertíðin hefur verið sveiflukennd en í heildina tekið gengur hún samkvæmt áætlun. Við höfum tekið við um 6.000 tonnum til vinnslu frá og með fyrstu löndun 12. júní,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. „Vertíð byrjaði vel, svo kom kafli þar sem veiði var dræm en meiri kraftur færðist í þær undanfarna tvo sólarhring. Landað […]

Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID

Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID Vinnslustöðin birti í dag ráðstafanir sem gripið er til vegna þess að „aftur er farið að bera á COVID-19 smitum í landinu, bæði við landamæri og innanlands“, eins og orðrétt segir í tilkynningu til starfsfólksins.Starfsmenn sem koma erlendis frá geta mætt til vinnu að því gefnu að niðurstaða […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.