Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

Ánægðir með breytingarnar

Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317

Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega. […]

VSV: Endurskipuleggja útgerð uppsjávarskipa

vsv_2016-6.jpg

Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða.  Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE.  Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum,  er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á […]

Fyrsti makríllinn til Eyja

Makrílvinnsla er hafin í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar. Sighvatur Bjarnason VE kom til Eyja í gærkvöldi með fyrsta makrílfarminn í ár. Ólafur Óskar Stefánsson skipstjóri á Sighvati segir í samtali við Vinnslustöðvarvefinn að aflinn hafi fengist í Rósagarðinum. Hann segir að þeir hafi leitað á leiðinni en ekki orðið varir við makríl. Aðspurður um gæði segir hann […]

Víðförull bankamaður, menntaður í Suður-Kóreu, stýrir Marhólmum

„Víst er að ég er reynslunni ríkari eftir starf í Arionbanka á þremur stöðum á landinu en játa það fúslega að í mér blundaði alltaf að komast í sjávarútveginn til að taka þátt í því að skapa verðmæti fyrir kröfuharðan heimsmarkað sjávarafurða. „Ég horfði til ýmissa átta en þegar mér var bent á laust starf […]

Addi í London kveður og þakkar fyrir sig

„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]

MATVÆLARÁÐHERRA HEILSAR UPP Á VSV-FÓLK Í BARCELONA

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Á forsíðumyndinni eru með henni Albert Erluson, framkvæmdastjóri  Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. Björn segir að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á […]

Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Vestmannaeyja

„Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei.  Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, […]

MAGGI OG BREKI VE HÁLFNAÐIR Í FERTUGASTA TOGARARALLINU

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í síðari hluta verkefnisins: Okkur hefur gengið vel og veðrið ekki sett strik […]

Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.