Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]

Eingarréttur skapar skynsamlega hvata

Nýjasta tölublað Bændablaðsins, sem kom út 21. júlí síðastliðinn, er heilsíðugrein um sjávarútveg. Fyrirsögn greinarinnar, sem er sú sama og á þessari færslu hér, greip augu blaðamanns og tók ekki eftir því fyrr en langt var liðið á lesturinn að greinin var eftir Eyjamanninn Binna, sem er oftar en ekkikenndur við Vinnslustöðina. Ekki er ætlunin […]

Makrílveiði og vaktir

Loksins hófst makrílvertíðin fyrir alvöru, en hún hefur farið mjög rólega af stað. Núna er unnið á sólarhingsvöktum og eru um 45 manns sem þarf til að halda vinnslunni gangandi. Það er langt að sækja makrílinn, en Vinnslustöðin er nú með fjögur skip á veiðum, þau eru: Gullberg, Huginn, Ísleifur og Kap. Gullberg kom nýverið […]

Gullberg blessað og klárt í makrílinn

Fjölmenni var við Vestmannaeyjahöfn þegar Vinnslustöðin tók formlega við áður norskskráða skipinu Gardar og gaf því nafnið Gullberg VE-292 við einfalda en afar táknræna athöfn. Eirik Birkeland, fráfarandi stýrimaður á Gardar, tók niður norska fánann á skipinu en Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, dró þann íslenska að húni. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, ávarpaði […]

Gullberg VE – Nafngift og boðið að skoða

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum. Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið. Gullberg VE er […]

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Veisla til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum

Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið […]

Vinnslustöðin kaupir uppsjávarskipið Garðar frá Noregi

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur samþykkt að kaupa H-34-AV Gardar af norsku útgerðarfyrirtæki og bæta þar með við fjórða skipinu í uppsjávarflota sinn. Þar eru fyrir Huginn, Ísleifur og Kap. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is og tilkynnti Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri um kaupin í boði með sjómönnum á skipum félagsins  síðdegis í dag. Þar segir: […]

Árangri og áföngum fagnað með hnallþórum

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga til lands og sjávar gerðu sér dagamun núna undir lok vikunnar í tilefni góðs gengis í starfseminni og því að náðst hafa ýmsir áfangar sem vert er að fagna. Hnallþórur voru á borð bornar í skipum félagsins og kaffistofum þess og dótturfélaganna. Fögnuðurinn náði alla leið til Portúgals þar sem starfsmenn […]

Vinarkveðja til Eyja frá Slóvenanum Crt

Slóveninn Crt Domnik á afar góðar minningar frá dvöl sinni á Íslandi og í Vestmannaeyjum þar sem hann starfaði í Vinnslustöðinni á árunum 2019 til 2021. Hann fjallar um kynni sín af Íslandi og íslensku samfélagi í ítarlegu viðtali á fréttavefnum Slovenske Novice í Ljubljana í Slóveníu og það á slíkum nótum að Ferðamálaráð Íslands gæti tæpast […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.