Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar
16. júní, 2022
Myndir: Sverrir Haraldsson.

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin: 

Gullberg

„Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar.

Ufsaberg var stofnað 1969 og gerði út fjögur skip með sama nafni og númeri, Gullberg VE-292. Guðjón Pálsson, einn eigenda Ufsabergs, var meðal aflasælustu  skipstjóra Vestmannaeyja.

Eyjólfur sonur hans tók við skipstjórn og útgerð Gullbergs þegar faðir hans lést árið 1987. Eyjólfur Guðjónsson er nú skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE-63.

Vinnslustöðin seldi síðasta Gullbergið úr landi sumarið 2017.“

Sighvatur Bjarnason

„Vinnslustöðin átti um árabil og gerði út nóta- og togveiðiskipið Sighvat Bjarnason VE-81 sem smíðað var í Noregi 1975. Skipið lá hin síðari ár við bryggju í Vestmannaeyjum og var selt úr landi á dögunum. Það var nefnt eftir Sighvati Bjarnasyni eldri (1903-1975), fyrsta aflakóngi Vestmannaeyja og landsþekktum skipstjóra. Sighvatur hætti til sjós 1959 og gerðist framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þegar Stefán Runólfsson tók við sem framkvæmdastjóri 1974 var Sighvatur kjörinn stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar og gegndi formennskunni til dauðadags.“

Fjölskylduþræðirnir eru sterkir enn þann dag í dag. Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir Sighvatssonar, fiskverkandi og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er í stjórn Vinnslustöðvarinnar og hefur verið undanfarin ár. Sonur hennar, Sindri Viðarsson, er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.“

KAP

„Þetta skipsheiti vefst fyrir ýmsum að skilja og ekki að undra. Kap er nefnilega gælunafn stúlkubarns og á rætur að rekja til bandarískrar skáldsögu, The Hidden Hand – Hin hulda hönd – sem birtist fyrst ytra 1859 en kom út í íslenskri þýðingu árið 1905 undir heitinu Kapítóla. Bókin varð geysivinsæl hérlendis sem annars staðar. Jón Jónsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, var í fjölmennum hópi fólk sem heillaðist af sögunni um Kapítólu og þau hjón, Jón og Þórunn Snorradóttir, skírðu eina dóttur sína Þuríði Kapítólu. Sú var víst allaf kölluð Kap og þá förum við að verða sjóðheit í leit að útskýringu á þessu skipsheiti Vinnslustöðvarinnar.

Kapítólu í skáldsögunni er þannig lýst að hún hafi verið hugdjörf, kraftmikil og uppreisnargjörn og helst ekki viljað hlýða nokkrum manni. Hún lenti í lífsháska oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en bjargaði sér með djörfung og hugdirfsku.

Kapítóla læddist ekki með veggjum eins og mörgum fannst að konur ættu jafnan að gera, aðallalega auðvitað karlpeningi. Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði hneykslunargreinar í blöð um Kapítólu og sama gerði Bjarni frá Vogi.

Halldór Laxness tók hins vegar upp hanskann fyrir uppreisnarstelpuna og íslenskan útgefanda bókarinnar, Jóhann Jóhannesson. Í æviminningum sínum, Í túninu heima – útgefnum 1975, lýsti Nóbelsskáldið því yfir að Kapítóla væri „ágæt bók“ en hvaða dóna sem er hefði haldist uppi að kasta rýrð á Jóhann útgefanda sögunnar,“ segir í þessari bráðskemmtilegu samantekt.

Á myndinni er Kap VE við bryggju.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst