Fylkir // 72. árg. // 1. tbl // 1. maí 2020

// 2 Í miðju Covidfári gengur í garð baráttudagur verkalýðsins 1. maí. Lífið allt tekur mið af því ástandi semnú ríkir og er þessi dagur engin undan- tekning á því. Allt er með öðrum hætti en vant er, engar kröfugöngur, samstöðufundir eða hátíðahöld eins og tíðkast hefur. Við erum svo sem að venjast þessu ástandi og er fólk farið að taka með jafnaðargeði ótrúlegum röskunum á hversdeginum. Fátt er farið að koma á óvart og hugsanlega er mörgum orðið ljóst að þrátt fyrir að hlutirnir geti ekki gengið eins og ætlast er til, þá kemur sólin upp á morgnana og sest á kvöldin, eins og ekkert hafi í skorist. Ýmis félagsstörf hafa ekki farið varhluta af því ástandi sem nú ríkir. Starf Sjálftæðisfélagsins er með allt öðrumhætti en tíðkast hefur. Engir fundir eru haldnir með líkamlegri nærverumanna. Það þýðir þó ekki að félagsstarf hafi lagst niður, öðru nær. Vikulegir laugardagsfundir halda áfram af krafti, en nú í netheimum og eru jafnvel fjölsóttari en áður. Vinnufundir baklandsins og fulltrúa í nefndum og ráðum hafa að öllu leyti færst yfir á rafrænt form og hefur það gefið góða raun. Fundirnir hafa orðið markvissari og einfaldara er fyrir fólk að mæta við tölvuna heima, heldur en að þurfa að hlaupa frá börnum og búi. Allt er þetta gert til að fækka smitleiðum og hefta útbreiðslu Covid– veirunnar illræmdu. Í ljósi þess ákvað ritnefnd Fylkis í ár, að gefa ekki út blað sem borið yrði í hvert hús í bænum eins og venja er. Það kom þó aldrei til greina að sleppa því að heiðra verkafólk á baráttudegi þess, enda full ástæða nú sem fyrr að minna sig og aðra á mikilvægi starfa verkalýðsins fyrir land og þjóð. Án verkamanna væri hér ekki neitt. Reynslan af rafrænum samskiptum hefur opnað huga manna fyrir nýjum leiðum og er 1.maí blað Fylkis í ár á þessu formi birtingarmynd þess. Með þessari útgáfu vill ritnefnd Fylkis leggja sitt af mörkum við að fækka smitleiðum og hefta útbreiðslu veirunnar, en um leið heiðra það fólk sem við sem samfélag eigum svo mikið undir. Verkafólk til hamingju með daginn. Ritstórn Fylkis. Ágæti lesandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NzUzODU=