Fylkir // 72. árg. // 1. tbl // 1. maí 2020

// 3 Á örfáum vikum hefur heimsmynd okkar breyst stórkostlega. Frelsi einstaklinga og fyrirtækja hefur sætt miklum skerðingum, ólíkt nokkru sem við höfum áður kynnst. Þeir tímar sem við höfum upplifað undan- farna daga, eru tímabil semviðmunumrifja upp alla okkar ævi og segja barnabörnum okkar frá. Þrátt fyrir augljósa efnahagslega erfiðleika, óvissu og félagslega einangr- un hefur almenningur tekið aðstæðunum af aðdáunarverðu æðruleysi. Skilningur á nauðsyn samtakamáttar og vonar er mikill um leið og grípa þarf af festu þau miklu tækifæri semástandið getur skapað, á borð við hraða framþróun í fjartækni. Heilbrigðiskerfi á heljarþröm er kunnug- legt stef sem hefur fengið að þrífast allt of lengi í samfélaginu. Árangur ,,litla” Ís- lands í baráttu við vírusinn er aðdáunar- verður. Árangurinn verður hins vegar ekki til af sjálfu sér, hann verður til því yfirvöld tóku þá meðvituðu stefnu að treysta ráð- leggingum sérfræðinga. Árangurinn verð- ur til því að heilbrigðisstarfsfólk um allt land svaraði kallinu, lagði meira á sig, tók fleiri vaktir, rannsakaði og lagði grunninn að öflugu viðnámi við þessum mann- skæða vírus. Árangurinn verður til þegar framlínustarfsmenn í verslun og þjónustu tryggja að almenningur hafi greiðan að- gang að nauðsynjavörum og grunnþjón- ustu. Faraldurinn er ákveðinn prófsteinn á samfélagið og afhjúpar um leið veikleika þess. Styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er í dag óumdeildur. Undirstaða heilbrigð- iskerfisins er ekki nýtt hátæknisjúkrahús né jáeindaskanni, undirstaðan er mannauður- inn, sama hvar í keðjunni starfsmaðurinn er. Hvort sem það er ræstitæknir, matráður, sjúkraliði, lífeindafræðingur, læknir, hjúkr- unarfræðingur, læknaritari, húsvörður eða annað þá er hver starfsmaður mikilvægur hlekkur sem styrkir keðjuna. Heilbrigðiskerfið hefur hingað til staðist prófið með glans, svo eftir er tekið og jafn- vel skapað gagnlegt fordæmi fyrir aðrar og stærri þjóðir. Af þeim árangri getum við öll verið stolt. Verkalýðnum öllum vil ég óska innilega til hamingju með daginn, ykkar framlag við að halda samfélaginu gang- andi á þessum fordæmalausu tímum verð- ur seint fullþakkað. Prófsteinn heilbrigðiskerfisins HILDUR SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

RkJQdWJsaXNoZXIy NzUzODU=