Saltfiskur frá Eyjum afar vel þegin jólagjöf í Portúgal

Tveggja metra hátt jólatré úr saltfiski blasir við á matartorgi stórrar verslunarmiðstöðvar í Portúgal á aðventunni. Það segir allt sem segja þarf um virðingarsess saltfisks í jólahefðum Portúgala og þar hefur íslenskur saltfiskur sérstöðu. Á aðfangadagskvöld er gefið mál að saltfisk og saltfiskrétti sé að finna á langflestum veisluborðum fjölskyldna um allt Portúgal. „Helstu forsendur […]
Fiskurinn gaf sig þegar Sverrir skipstjóri fór í Skeljungsbolinn

„Ég fékk gefins skyrtubol merktan olíufélaginu Skeljungi á sjávarútvegssýningu fyrir mörgum árum og tók eftir því að lán fylgdi flíkinni til sjós. Ef lítið fiskaðist fór ég í sturtu og klæddi mig í Skeljungsbolinn. Þá fór að ganga betur, það brást ekki. Bolurinn var þveginn og brotinn saman heima að loknum hverjum túr og fylgdi […]
Gleðistund gúanómanna

Bakkar með sviðum og meðlæti komið á borð, spenna og eftirvænting áþreifanleg. Svo var merki gefið og menn tóku til matar síns af krafti. Árleg sviðaveisla hafin í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar sem svo heitir formlega og hátíðlega en kallast einfaldlega „bræðslan“ eða „gúanóið“ manna á meðal. Upphaflega var það víst fiskúrgangurinn sem kallaðist gúanó, hráefnið í […]
Rauða ljónið í ÍBV föndrar á jólasveinaverkstæðinu

„Dugnaður hans og útsjónarsemi hvað samspil varðar vekur hvarvetna aðdáun, að ógleymdri þeirri miklu yfirferð sem hann á í hverjum leik. Hann er sannkallaður Rauða ljónið á miðjunni.“ Þannig gerði Eyjablaðið upp sparktíð ársins hjá Óskari Valtýssyni, miðvallarspilara ÍBV í fótbolta, á Þorláksmessu 1971. Eftir Óskari var vel tekið á knattspyrnuvellinum og iðulega var hann […]
Vinnslustöðin sýnir sig og sér aðra í Kína

„Kína er gríðarlega stór og mikill markaður og Vinnslustöðin hefur sótt þar verulega í sig veðrið og aukið hlut sinn á allra síðustu árum. Það hjálpar okkur og styður að taka þátt í sýningunni. Útflutningur sjávarafurða frá Kína hefur dregist saman en innflutningur hins vegar aukist stórlega. Við viljum svara kalli markaðarins og aukinni eftirspurn,“ […]
Sunnudagssteikin á sínum stað hjá Svenna kokki Magg á Ísleifi

Eplið féll skammt frá eikinni. Magnús Sveinsson – Maggi á Kletti var um árabil kokkur á Heimaey VE þegar Sigurður Georgsson – Siggi Gogga var með skipið. Sveinn Magnússon fetaði í fótspor föður síns og gerðist líka kokkur á sjó. Hann segist hins vegar hafa valið þá leið fyrir tilviljun frekar en að pabbi haft […]
Vinnslustöðin sýnir sig og sér aðra í Kína

„Kína er gríðarlega stór og mikill markaður og Vinnslustöðin hefur sótt þar verulega í sig veðrið og aukið hlut sinn á allra síðustu árum. Það hjálpar okkur og styður að taka þátt í sýningunni. Útflutningur sjávarafurða frá Kína hefur dregist saman en innflutningur hins vegar aukist stórlega. Við viljum svara kalli markaðarins og aukinni eftirspurn,“ […]
Myndaveisla: VSV-lið á útopnu á árshátíð

Þær gerast vart líflegri árshátíðirnar en sú sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar sóttu í Höllinni í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld, 19. október. Ingó veðurguð stjórnaði samkomunni og lék fyrir dansi fram undir morgun ásamt hljómsveit sinni. Tónelsk ungmenni úr byggðarlaginu sungu á sviðinu og slógu í gegn, annars vegar Gaddarar og hins vegar Sóley Óskarsdóttir. Á […]
Kaup VSV á Grupeixe í Portúgal styrkja saltfiskvinnsluna í Eyjum

Stjórn og framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar hf. eru nýkomin úr heimsókn í Grupeixe í Portúgal, framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk sem Vinnslustöðin keypti fyrr á árinu. Fyrirtækið er í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljörðum króna á ári og seldi um 2.300 tonn […]
Vélfræði, rafsuða og rennismíði

„Ég útskrifast í vor með A og B-námsstig í vélfræði og stúdentspróf sömuleiðis frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja og fer þá til Reykjavíkur í framhaldsnám. Hugsanlegt er að bæta við sig C og D-gráðum í vélfræði í Tækniskólanum en eiginlega er ég hrifnari af stálsmíði. Mér finnst gaman að skapa eitthvað í vinnunni. Rafsuða og rennismíði eru […]