Makríll veiðist á gamalkunnugum slóðum við Eyjar

Gullberg VE kom til hafnar í dag með liðlega 1.100 tonn af makríl sem veiddur var að stórum hluta úti fyrir suðurströndinni. Síðustu 200 tonnin náðust suður af Vestmannaeyjum sem sætir tíðindum, segir Jón Atli Gunnarsson skipstjóri „Við vorum kallaðir inn til löndunar með um 900 tonn en freistuðum gæfunnar á heimleiðinni á grunnköntum við […]
Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)
Gullfiskaeldi á gostímanum

Gullfiskar Dollýar og Þórs Vilhjálmssonar urðu eftir í íbúð þeirra í Eyjum gosnóttina og bjuggu þar í búri sínu allan tímann sem húsbændur þeirra og eigendur voru fjarverandi þegar Heimaeyjargosið varði. Þór og félagar lönduðu annað slagið í Eyjum og hann skrapp þá heim til að gefa eldisfiskunum sínum. Þeir kvörtuðu ekki en fögnuðu goslokum […]
Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)
Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]
„Bjargvættur í vesti“ fyrir áhafnir allra skipa VSV

Björgunarvestum með AIS-senditækjum til GPS-staðsetningar hefur verið komið um borð í skip Vinnslustöðvarinnar, ætluðum öllum í áhöfnum þeirra til aukins öryggis á sjó. Sjálft senditækið lætur lítið yfir sér en getur ráðið úrslitum um farsæla björgun ef sjómaður fellur útbyrðis. Það er fest í björgunarvesti og innan 15 sekúndna frá því maður er kominn í […]
Drögum lærdóm af undirbúningi fyrir þriðja leikinn

„Það var ólýsanlega gaman að vakna í morgun, horfa framan í fólkið sitt og alla á förnum vegi í Vestmannaeyjum eftir að hafa tekið að þátt því að færa byggðarlaginu Íslandsmeistaratitilinn. Sjómannadagshelgin verður einstök í ár þegar saman fer fögnuður og heiður til handa sjómönnum og uppskeruhátíð í handboltanum! Þetta var hörkuleikur, við þurftum að […]
Sjómennskan blasti við Óskari Þór eftir starfskynningartúra á Breka VE

„Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hvarflað annað að mér en að gera sjómennsku að ævistarfi. Auðvitað var ég sem peyi í kringum pabba og afa í útgerðarstússi þeirra og kynntist engu öðru. Það þurfti ekki einu sinni að ýta við mér til að ég færi sjómannaskólann og kláraði hann!“ Óskar Þór Kristjánsson, […]
Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal

Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]
Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]