Addi í London kveður og þakkar fyrir sig

„Ég varð sjötugur 21. janúar og tilbúinn að hætta um það leyti en Sindri Víðars samdi við mig um að vera eitthvað lengur og bæta loðnuvertíðinni 2024 við starfsferilinn. Loðnan sveik okkur og þjóðina alla en ég vann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hannes [Kristinn Sigurðsson] innkaupastjóri VSV brá sér svo af bæ […]

MATVÆLARÁÐHERRA HEILSAR UPP Á VSV-FÓLK Í BARCELONA

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Á forsíðumyndinni eru með henni Albert Erluson, framkvæmdastjóri  Hólmaskers í Hafnarfirði til vinstri, og Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. Björn segir að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á […]

MAGGI OG BREKI VE HÁLFNAÐIR Í FERTUGASTA TOGARARALLINU

Togarinn Breki VE er væntanlegur til Eyja í kvöld með um 120 tonn af fiski sem veiddist í fyrri hluta togararalls Hafrannsóknastofnunar. Magnús Ríkarðsson skipstjóri segir að liðlega helmingur rallsins sé nú að baki og að löndun lokinni verði haldið til austurs í síðari hluta verkefnisins: Okkur hefur gengið vel og veðrið ekki sett strik […]

Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]

KAP VE Aflahæst netabáta 2023

Kap II VE-7 aflaði mest allra netabáta landsmanna á árinu 2023 og munaði umtalsverðu á Kap og Bárði SH-81 sem var næstaflahæstur netabáta.  Á árinu 2022 var Bárður aflahæstur netabáta en Kap II kom þar á eftir en á nýliðnu ári höfðu bátarnir sem sagt sætaskipti. Í næstu þremur sætum eru sömu bátar í sömu […]

Sjóhreinsibúnaður tengdur landvinnslunni

Hafist var handa í gær við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar. Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá! „Við leggjum rafmagn að […]

Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveisla

Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveislaVið hæfi er að rifja upp gleðina á árshátíð VSV á dögunum með um 500 ljósmyndum sem hér fylgja. Myndir skrökva sjaldnast. Þarna var fjörið, svikalaust. Gestir voru alls 360, metfjöldi á árshátíð fyrirtækisins enda stækkar Vinnslustöðvarfjölskyldan og dafnar. Þannig mætti í fyrsta sinn […]

Nýtt hús rís fyrir saltfisk- og uppsjávarvinnslu VSV

Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er nýlegur aðalinngangur VSV. […]

Kvaddur með knúsi 2018, kominn á ný í hópinn 2023

Gunnar Páll Hálfdánsson er við svo margar fjalir felldur að úr vöndu er að ráða hvar á að byrja og hvar að enda frásögn af högum hans í lífinu og tilverunni. Tilefni samtals við hann var kynning á sölu- og verkefnastjóra Leo Seafood ehf. en kappinn hafði í svo miklu að snúast að einhverjar vikur […]

Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]