Slökkviliðið veður gervireyk í verbúðinni

Húsnæði verbúðarinnar sálugu í Vinnslustöðinni gegnir göfugu hlutverki æfingavettvangs slökkviliðs og lögreglu í Vestmannaeyjum og skilar því svona líka ljómandi vel. Fólk á ferð um hafnarsvæðið kann að verða vart við umferð lögreglu- eða slökkviliðsmanna við gamla innganginn í VSV og heldur að eitthvað dramatískt sé að gerast. Skýringin er nú ekki dramatískari en svo […]
Stigalaus „rannsóknaritstjóri“ í vonlausri fallbaráttu

Í blaðinu Stundinni, 4. tbl. 2022, er fjallað í ítarlegu máli um kjörræðismann Íslands og fiskinnflytjanda í Belarus/Hvítarússlandi, Aleksander Moshensky, tengsl hans við einræðisherrann Lukasjenko þar í landi – bandamann Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Vinnslustöðin og framkvæmdastjóri hennar, Sigurgeir B. Kristgeirsson, koma við sögu í umfjölluninni þar sem langt er seilst. Hugrenningartengslin sem Helgi Seljan, titlaður […]
Heill sé höfðingjanum Halla Gísla

Haraldur Gíslason er orðinn áttræður og trúi því hver sem vill. Áfanganum náði hann föstudaginn 25. febrúar. Samstarfsfólk á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar taldi mun líklegra en hitt að hann tæki sér frí í vinnu í tilefni stórafmælis. Nei, aldeilis ekki. Halli Gísla mætti sem endranær til að selja mjöl og lýsi um allar jarðir. Það þarf […]
Engar vöflur á gestum í vöfflukaffi

Vöfflur, sulta og rjómi á borðum í kaffitíma starfsfólks í fiskvinnslunni fyrr í vikunni. Gangurinn í starfseminni kallaði á að gera sérdagamun og það mæltist afskaplega vel fyrir. Við vöfflujárnin stóðu þrjú af skrifstofunni: sjálfur Binni framkvæmdastjóri, Lilja Björg Arngrímsdóttir og Helena Björk Þorsteinsdóttir. Og eins og þar stendur: gleðibros, góður andi og ekki vöflur […]
Vinnslustöðvarloðna í japönskum sjónvarpsfréttum

Ferska loðnan, sem Vinnslustöðin flutti flugleiðis til Japans í kynningarskyni, komst alla leið í aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvarinnar ANN í gær. Hér er fréttin eins og hún birtist Japönum. Fremstur í flokki við kynningu á gólfi risaverslunar í Tókýó var Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan (og Eyjapeyi). Hann hafði með sér Kitayama, sölustjóra VSV í […]
Eyjapeyi í sendiherrastóli kynnir VSV-loðnu í Tókýó

Stefán Haukur Jóhannesson stóð á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum fyrir áratugum, fylgdist með drekkhlöðnum bátum koma til hafnar til að landa fiski sem varla nokkrum Íslendingi dettur í hug að leggja sér til munns en margmilljónaþjóð langt í austri bíður yfirspennt eftir að fá á disk. Um miðjan febrúar 2022 stóð fyrrverandi strákpjakkur í Eyjum, nú […]
Emmi minn, hvað heitirðu?

Elmar Hrafn Óskarsson er með marga hatta til skiptanna og ber jafnvel fleiri en einn samtímis ef svo ber undir. Vandalaust er til að mynda að vera verkstjóri í botnfiskvinnslu og hafa um leið Manchester United sem staðfastan ástmög sinn. Vandalaust er líka að ræða um gæðastjórnun við Binna framkvæmdastjóra eða Sverri Haralds, sviðsstjóra á botnfisksviði, […]
Nótasaumur og kristileg heiðríkja

Netagerðarmenn Hampiðjunnar í Vestmannaeyjum hafa lokið við að yfirfara og sauma saman loðnunót handa Ísleifi VE. Núna eftir hádegi í dag (11. febrúar) var hún tekin um borð í skipið. Þar með var veiðarfærið klárt fyrir túr á loðnumiðin. Reyndar kom öll áhöfn Ísleifs líka að verkefninu með Eyjólf Guðjónsson skipstjóra í broddi fylkingar. Augljóst […]
Marhólmar fagna tíu ára afmæli

„Við Hilmar stofnuðum Marhólma 9. febrúar 2012, skipulögðum starfsemina næstu mánuði, framleiddum masago úr gæðahrognum frá Vinnslustöðinni í fyrsta gáminn í humarsal VSV í desember 2012 og hófum starfsemi í eigin verksmiðju í mars 2013. Þetta byrjaði með fullvinnslu loðnuhrogna og síðar komu síld og þorskhrogn til sögunnar. Fullvinnsla síldar heyrir sögunni til í bili en við […]
Kiddi Týr setti upp heimastjórnstöð fyrir bræðsluna í kóvíd-einangrun

„Við höfum unnið á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn frá því 10. janúar og ég reikna með að á loðnuvertíðinni allri gangi bræðslan í um 100 sólarhringa. Þetta er alvöru vertíð og mikill atgangur hjá okkur eins og vera ber.“ Magnús Kristleifur Magnússon, annar tveggja vaktformanna í stjórnstöð Fiskimjölsverksmiðju VSV, var kominn á sinn stað að […]