Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Nýbakaðir sjávarútvegsfræðingar ráðnir til starfa í Vinnslustöðinni

Hallgrímur og Dagur

„Vinnslustöðin var alltaf fyrsti kostur sem vinnustaður enda var ég í góðu sambandi við hana á námstímanum og lokaverkefnið tengdist fyrirtækinu,“ segir Dagur Arnarsson, nýútskrifaður úr sjávarútvegs- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri og nú fastráðinn starfsmaður VSV. Annar nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, Hallgrímur Þórðarson, er líka kominn í fast starf hjá Vinnslustöðinni. […]

Gleðilega sjómannahelgi!

Stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar óska sjómönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn 2021 og vænta þess að sjómannahelgin öll verði bæði notaleg og gleðirík. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að sjómenn og aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafi staðið frammi fyrir erfiðum áskorunum vegna veirufaraldursins undanfarin misseri og staðist þær með prýði. Það beri að […]

Fátt um makríl í köldum sjó

„Við höfum leitað á Kap og Hugin að makríl sunnan við Eyjar og þaðan til austurs og vesturs en sjáum ekkert nema nokkurt átulíf. Sjórinn er frekar kaldur, átta til níu gráður við yfirborðið. Makrílinn er ofboðslega dreifður þegar hann kemur upp að landinu og erfitt að sjá hann. Við erum líka snemma á ferðinni […]

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á skipum fyrirtækjanna og skerpa á vitund og árvekni skipverja í þeim efnum. Verkefnið hófst mánudaginn 10. maí og stendur yfir í fimm vikur. Kallað er eftir því að hver og einn skipverji skrái í sérstakt atvikaskráningakerfi […]

Góðs viti að sjá smáan humar í fyrsta afla sumarsins

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum. Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV. Vinnslustöðvarskipin Drangavík VE og Brynjólfur […]

Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]

Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu. Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á […]

Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd

Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]

Jólasveinar í sérflokki kveðja Vinnslustöðina

Þegar starfsmenn Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar komu til vinnu núna að morgni föstudags 12. mars gátu þeir ekki reiknað með að ganga að nýuppáhelltu kaffi vísu eins og venjulega. Uppáhellarinn kvaddi nefnilega vinnustaðinn sinna til áratuga í gærkvöld og snýr sér að golfi og fleiru í fullu eftirlaunastarfi. Óskar Valtýsson hefur jafnan farið á kreik heima um […]