Fallið frá kröfum um eyjar og sker við Reykjavík

Vekur vonir um sátt við Vestmanneyinga „Með bréfi íslenska ríkisins til óbyggðanefndar, dagsettu 12. september 2025, féll ríkið frá öllum kröfum til eyja og skerja sem tilheyra Reykjavíkurborg,“ segir í frétt á mbl.is.Fréttin vekur vonir um að hið opinbera gæti nú ákveðið að draga til baka sambærilegar kröfur gagnvart Vestmanneyingum, þar sem ríkið hefur um árabil reynt […]
Unnið að dýpkun í Landeyjahöfn

„Hér fyrir neðan má sjá nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn. Ljóst er að dýpið hefur minnkað töluvert. Bæði veður og ölduspá næstu daga gefa til kynna að aðstæður til að sigla fulla áætlun í Landeyjahöfn eru hagstæðar, en um leið og alda hækkar mun þurfa að sigla eftir sjávarföllum,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]
„Við verðum að nýta tímann fram að áramótum“

Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að félagið skoði nú samstarf við önnur félög til að draga úr áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Hann segir að staðan í sjávarútvegi sé almennt mjög erfið og að nýja skattlagningin bitni sérstaklega á fyrirtækjum á landsbyggðinni. „Já, við höfum gert það,“ segir Binni í samtali við Eyjafréttir aðspurður um […]
Ragnar á Látrum: Líflína mín til Eyja, er vaður sem heldur

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]
Alex Freyr sá besti í Eyjum að mati Fótbolta.net

Alex Freyr Hilmarsson hefur að mati Fótbolta.net verið besti leikmaður ÍBV á þessu tímabili. Hann var valinn það í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Hornfirðingurinn hefur leikið virkilega vel með ÍBV og farið fyrir sínu liði, enda fyrirliði. Fótbolti.net ræddi við Oliver Heiðarsson um Alex Frey og hvernig sé að spila með honum. „Það er fyrst og fremst […]
Dýpið í Landeyjahöfn skapar frátafir

Síðustu ferðir Herjólfs í kvöld kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna sjávarstöðu. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að Herjólfur stefni á að sigla skv. eftirfarandi áætlun á morgun, laugardaginn 11. október: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl […]
Leik ÍBV og Hauka frestað

Í dag átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla, en vegna slæmra skilyrða í Landeyjahöfn var ákveðið að fella 15:45 ferðina niður í dag og því kemst lið Hauka ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð, að því er segir í tilkynningu frá HSÍ. Þar segir einnig að í vinnureglum mótanefndar […]
Eyjarnar landa í heimahöfn

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa allir landað í vikunni sem er að líða. Á vef Síldarvinnslunnar er greint frá veiðiferðum hvers þeirra. Þar kemur fram að Vestmannaey VE hafi landað í heimahöfn í Eyjum á mánudaginn. Skipið var með fullfermi og lét skipstjórinn, Egill Guðni Guðnason, vel af sér. „Þetta var fínn túr og veðrið var […]
Spurningar vakna um öryggishlutverk Ríkisútvarpsins

Í gær varð rafmagnslaust í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum. Það sem einnig datt út í rafmagnsleysinu voru FM-útsendingar RÚV. Hvorki náðist Rás 1 né Rás 2. Hins vegar voru hljóðvarpsstöðvar Sýnar í lagi á meðan rafmagnslaust var. Bæði Bylgjan og FM voru í loftinu sem og útvarpsstöðin Lindin. Á að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu […]
Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]