Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

hast_20250703_125759

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]

Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]

Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.  „Ég hef ekki tekið […]

Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)

Aðalfundur Farsæls

trillur

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)

Eyjamenn töpuðu gegn Skagamönnum

Karlalið ÍBV tapaði gegn Skagamönnum í 25. umferð Bestu deildar karla í Eyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn áttu fleiri skot tilraunir en áttu erfitt með að hitta markið. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann úti hægri […]

Fjallið taldi ekki eftir sér að leita þingmenn uppi

Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs er tilvitnun sem oft er gripið til og á við þingmenn Suðurkjördæmis og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Í nýliðinni kjördæmaviku á Alþingi var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í kjördæminu sá eini sem sá sér fært að mæta til Eyja. Hefur verið öflugur talsmaður Vestmanneyinga á þingi og vill greinilega rækta sambandið. […]

Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

DSC 7395

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó.  Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]

ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Eyja 3L2A9214 (1)

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]

Lagið Drottinn ég tilbið þig hreyfði við mörgum

„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi  þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun,  Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.