Ekki þurfti að grípa til skerðinga

Í nótt var tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu og var rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Var þetta gert í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna gekk vel að keyra dreifikerfið á varaafli […]
Eyjarnar keyrðar á varaafli í nótt

Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir jafnframt að ef að gera þurfi breytingar í tengivirkinu vegna nýs jarðstrengs milli Hellu og Rimakots og nýrra sæstrengja milli Rimakots og Vestmannaeyja. Eyjarnar verða keyrðar á varaafli á meðan, […]
Raggi Sjonna og dúfurnar í Fiskó

„Í gærmorgun sá ég á Facebook að Eyjamaðurinn Raggi Sjonna ætlaði að kynna dúfur sínar í Gæludýrabúðinni Fisko Kauptúni 3 í Garðabæ,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem var á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Raggi sem fyrir löngu er orðinn landsfrægur sem einn öflugasti dúfnabóndi landsins sýndi aðallega mismunandi liti í dúfunum og hvernig bréfadúfurnar skiluðu sér heim. Hringur á fótum þeirra virkar eins og segulrönd til […]
Eyjamenn með frábæran sigur á toppliðinu

Karlalið ÍBV vann frábæran 4-1 heimasigur á toppliði Vals þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti en það var fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson sem kom Eyjamönnum yfir á 12. mínútu leiksins. Eyjamenn fengu þá hornspyrnu sem Vicente Valor tók og eftir mikinn darraðadans inn á […]
ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Kvennalið ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í gær í KA-heimilinu á Akureyri en mótið hófst á fimmtudaginn. Var þetta mót hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir komandi átök í Olís deildinni sem hefst laugardaginn 6. september. ÍBV vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu sannfærandi en í lokaleiknum vann ÍBV Gróttu […]
Margrét Lára – Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í bókinni fer hún yfir feril sinn […]
Toppliðið mætir til Eyja

Í dag hefst 19. umferð Bestu deildar karla þegar fram fara fimm leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. Valsmenn á toppi deildarinnar með 37 stig en ÍBV í níunda sæti með 21 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Valur 3-0. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í dag. Leikir dagsins: […]
Palli Guðjóns – Þjóðhátíð á síðustu öld í myndum

Páll Guðjónsson fæddist 1950 í Reykjavík og fluttist þriggja ára til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til átta ára aldurs. Faðir Páls Guðjónssonar var Guðjón Pálsson, hljóðfæraleikari og tónlistakennari frá Eyjum. Að loknu námi í viðskiptafræði réðist hann sem bæjarritari hjá Vestmannaeyjabæ 1978 til 1982. Á erilsömum árum þegar verið var að ljúka uppbyggingunni í Eyjum […]
Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Samráðsfundur verður haldinn með íbúum Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 20. ágúst kl. 16:30-18:00 á Hótel Selfossi. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum og verða haldnir síðdegis. Boðið verður upp á kaffiveitingar á hverjum stað. Fundurinn er opinn öllum og […]
Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]