Eyjakonur tylltu sér á topp Lengjudeildarinnar

Kvennalið ÍBV vann frábæran 2-5 útisigur á HK er liðin mættust í toppslag 7. umferðar Lengjudeildar kvenna í kvöld. Eyjakonur voru með yfirhöndina allan leikinn og voru 0-2 yfir í hálfleik en fyrsta markið kom á 27. mínútu en þar var að verki Allison Patrica Clark, eftir sendingu frá nöfnu sinni Allison Lowrey. Allison Lowrey […]
Vísa ásökunum á bug

Atvinnuvegaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skatturinn og Fiskistofa hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu vegna ásakana sem atvinnuvegaráðuneytið og starfsfólk þess hefur sætt undanfarið í tengslum við breytingu á lögum um veiðigjöld. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Við undirbúning og gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld var haft samráð […]
Hægir á matvöruhækkunum í júní

Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58% í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5%. Er þetta fjórða mánuðinn í röð sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6% árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir jafnframt að megindrifkraftar verðhækkana í maí […]
Bergur verður Bergey á ný

Fyrir nokkru fór Bergur VE í slipp til Akureyrar. Þar var skipið málað og gert fínt, vélar teknar upp og ýmsu öðru viðhaldi sinnt. Á meðal þess sem gerðist í slippnum var að nafni skipsins var breytt. Það fékk aftur sitt upprunalega nafn Bergey og nú heyrir Bergsnafnið sögunni til. Þetta kemur fram á vef […]
Toppslagur í Kópavogi

Í kvöld verður lokaleikur 7. umferðar Lengjudeildar kvenna. Þá mætast HK og ÍBV í Kórnum. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar og ljóst að fari annað hvort liðið með sigur í kvöld tillir það sér á topp deildarinnar, en þar situr í dag Grindavík/Njarðvík með 16 stig. HK hefur 15 stig og ÍBV […]
Heildarafli í maí rúmlega 68 þúsund tonn

Landaður afli nam rúmum 68 þúsund tonnum í maí 2025 sem er 22% minna en í maí 2024. Botnfiskafli var rúm 42 þúsund tonn og dróst saman um 7%, þar af fór þorskafli úr 22,2 þúsund tonnum í 21,7 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var nær allur kolmunni, 22 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. […]
Skora á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða tillögur sínar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar fór Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar um veiðigjaldafrumvarp atvinuvegaráðherra og vinnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundi og greiningar á vegum samtakanna. Á fundinum var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar sem í segir að bæjarstjórn taki undir umsögn og bókun bæjarráðs frá 26. maí sl. og gerir athugasemdir við þann stutta tíma sem […]
Tap hjá Eyjamönnum gegn Íslandsmeisturunum

ÍBV tók á móti Breiðablik á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla í dag en leikurinn endaði með 0-2 tapi. Leikurinn fór fremur hægt af stað og bæði lið að reyna að ná upp einhverjum spilköflum en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Ágúst Orri Þorsteinsson vann boltann af […]
Á flugi yfir Heimaey

“Eyjan mín fagra græna” söng Bubbi í þjóðhátíðarlaginu um árið. Eyjan er einmitt orðin iðagræn. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem setti drónann á loft í blíðunni. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]