Kynningafundur í kvöld

Kirkja Safnadarhe

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]

Haustið heilsar á Heimaey

Það var heldur betur fallegt veður í Eyjum um helgina. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og setti drónann á loft. Skemmtilegt myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Gjaldþrot Play hefur mjög víðtæk áhrif

PLAY airlines 1

Stjórn Fly Play hf, hefur ákveðið að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Þetta kemur fram  í tilkynningu frá Play. Þar segir: „Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem […]

Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn). Þeir farþegar sem […]

Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]

Herjólfur kominn í heimahöfn

506606095 10230521671879054 3352144788498294628 N

Herjólfur hefur verið fjarverandi síðastliðnar þrjár vikur vegna viðhalds. Skipið kom til Eyja á níunda tímanum í morgun, eftir siglingu frá Hafnarfirði. Halldór B. Halldórsson myndaði skipið þar sem það liggur í botni Friðarhafnar, en dagurinn var nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn tilbúinn fyrir veturinn. Ferjan mun fara aftur […]

Eyjamenn með stórsigur á Vestra

Eyja 3L2A1533

Karlalið ÍBV tryggði veru sína í efstu deild eftir 0-5 stórsigur á Vestra í 24. umferð Bestu deildar karla. Leikið var á Ísafirði í dag. Eyjamenn náðu forystu snemma leiks þegar Sigurður Arnar Magnússon skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Alex Freys Hilmarsonar. Vestramenn voru meira með boltann á meðan Eyjamenn voru þéttir og beittu […]

Eyjakonur með heimasigur á Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í þriðju umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með 31-27 heimasigri ÍBV. Eyjakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir þegar um 15 mínútur voru búnar. Stjörnukonur náðu hins vegar að jafna leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af […]

Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Jon Peturs 19 Cr 2

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.