Emma Páls – hinsta kveðja

Þeir eru lánsamir sem fá í vöggugjöf hjartahlýju og kærleiksríkan hug. Það er kúnst halda þessum gjöfum heilum og virkum í lífshlaupinu, sem á sannarlega sínar uppákomur. Það gerðir þú Emma mín! Þeir eru lánsamir sem í lífsbaráttunni fá að lifa í nærveru einstaklinga sem leggja til hlýju og kærleika. Sérstaklega þegar baráttan er hörð […]

Góður árangur á Rey-cup

Það var mikið fjör hjá krökkunum á Rey Cup helgina 22. – 26. júlí. Það var keppt í U-14 og U-16 aldursflokkum í ár og stóðu Þróttur Reykjavík og Valur uppi sem sigurvegarar í karlaflokki og Bayern Munich í kvennaflokki. ÍBV sendi lið bæði úr 3. og. 4. flokki karla og kvenna. Krakkarnir stóðu sig […]

Styrkleikar – Yndisleg samvera í blíðunni í Herjólfsdal

„Mig langar að hvetja alla Reynslubolta (reynsluboltar eru þeir sem hafa glímt og/eða eru að glíma við krabbamein, til þess að skrá sig með okkur í gönguna, fyrsta hringinn og koma svo á Einsa Kalda,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson einn aðstandenda Styrktarleikanna í Herjólfsdal á morgun og bendir á að spáð er blíðu. „Við viljum bjóða heiðursgestunum […]

Syntu fyrir ljónshjarta

Þann 5. júlí síðastliðinn syntu þeir félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon frá Elliðaey yfir í Heimaey. Sundið var synt í minningu Margrétar Þorsteinsdóttur og jafnframt til styrktar góðgerðarfélaginu Ljónshjarta. Alls söfnuðust 2,3 milljónir. Ljónshjarta kt. 6012130950 reikn. 0536-14-400960 ef einhverjir fleiri vilja styrkja Ljónshjarta til að styðja við börn sem hafa misst foreldri. […]

Versta veður á Þjóðhátíð frá 2002

„Það var mikið að gera hjá okkur þegar versta veðrið gekk yfir á föstudagskvöldið og fram á laugardagsnóttina. Við hjálpuðum fólki við að halda niðri hvítu tjöldunum og aðstoðuðum þegar Tuborgtjaldið fór af stað, ásamt fleirum smávægilegum verkefnum,“ segir Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja og sjúkraflutningamaður sem hafði í mörg horn á líta á Þjóðhátíðinni. „Við vorum […]

Eyjastrákar og -stelpur í landsliðsverkefnum

Strákarnir í U19 landsliðinu í handbolta eru nú staddir í Egyptalandi þar sem þeir taka þátt í HM. Með í för eru tveir efnilegir leikmenn úr Eyjum, þeir Andri Erlingsson og Elías Þór Aðalsteinsson. Strákarnir unnu öruggan sigur gegn Gíneu í fyrsta leik, en liðið lék sinn annan leik í gær gegn Sádi-Arabíu og fór […]

Styrkleikarnir – Þakklæti og fögnuður

Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið  mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir).  Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. […]

Unnið við nýjan viðlegukant

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á […]

Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]

Fjallaferð með Halldóri B.

Höfnin HBH

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á skemmtilega fjallaferð um Eggjarnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.