Viljum ekki verða jaðarsettur hópur á framfærslu höfuðborgarinnar

– Það er mikið undir, framtíð barnanna á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki til staðar, og verðmætin flytjist öll til höfuðborgarinnar? „Vandamálið í fjármálum ríkisins er ekki á tekjuhliðinni, heldur […]
ÍBV mætir Tindastól í bikarnum

8-liða úrslit bikarkeppni kvenna hefjast í dag með viðureign Tindastóls og ÍBV á Sauðárkróksvelli. Tindastóll í áttunda sæti Bestu deildarinnar en Eyjaliðið í öðru sæti Lengudeildarinnar. Stólarnir slógu Stjörnuna út í síðustu umferð á útivelli á meðan ÍBV lagði Völsung á heimavelli. Flautað er til leiks klukkan 13.00 í dag og verður leikurinn í beinni […]
Vertíðin, strandveiðar og veiðigjöldin

Nú liggur fyrir ráðgjöf Hafró um hámarksafla á flestum helstu fiskistofnum fyrir næsta fiskveiðiár og þar ber hæðst niðurskurður í þorski, sem merkilegt nokkuð er í samræmi við spá Hafró fyrir ári síðan um að það yrði niðurskurður í þorski á komandi árum. Þetta er mjög sérstakt þegar haft er í huga, að í fjölmörgum […]
Skipalyftan – Óvissan er alltaf verst

Ráðstefna Eyjafrétta um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Mig langar að skýra aðeins frá áhrifum á Skipalyftuna. Breytingar þær sem eru fyrirhugaðar á veiðigjöldum koma til með að hafa áhrif á fyrirtæki sem byggja þjónusta sína á viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki. Er Skipalyftan í þeim hópi,“ sagði Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp […]
Tillögur umferðarhóps samþykktar

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í liðinni vikur var tekin til afgreiðslu tillögur umferðarhóps sem fundaði um miðjan síðasta mánuð. Þrjú mál voru á dagskrá sem hafði verið vísað til ráðsins frá umhverfis- og skipulagsráði: 1. Einstefna Bárustígs og Skólavegs milli Tangagötu og Strandvegs. 2. Umferð við Vigtartorg. Tilraunaverkefni einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju. 3. […]
Sjóstangaveiðimót í Eyjum

Nú stendur yfir Hvítasunnumót Sjóve í sjóstangaveiði. Halldór B. Halldórsson fylgdist með veiðimönnunum undirbúa sig fyrir róðurinn og smábátunum fara út eldsnemma í morgun í brakandi blíðu. Og svo aftur þegar komið var í land og aflanum landað. Er þetta fyrri dagurinn en haldið er aftur til veiða á sama tíma í fyrramálið. (meira…)
Grétar Þór byrjaði 15 ára á sjó

„Ég hef alltaf heillast af sjónum og sjómennsku. Alveg frá því ég var gutti. Afi Hörður var mikið til sjós og mig hefur alltaf dreymt um að starfa á sjó. Líkar vel. Þetta er akkorðsvinna og heillar meira en að mæta í vinnu klukkan átta og hætta klukkan fjögur,“ segir Grétar Eyþórsson háseti á Sigurði […]
Frábær hljómsveit í Eldheimum í kvöld

„Hljómsveitin okkar heitir Skógarfoss og við spilum norræna þjóðlagatónlist. Við verðum með tónleika í Eldheimum í kvöld og byrja þeir klukkan átta. Þeir verða í einn á hálfan tíma og við munum kenna nokkra dansa sem tengjast tónlistinni,“ sagði Ellie Gislason, fiðluleikari hljómsveitarinnar í samtali við Eyjafréttir. Á hún, eins og aðrir meðlimir sveitarinnar ættir […]
Tengsl Utah og Vestmannaeyja efld á afmælisári

Í morgun var haldin afar áhugaverð ráðstefna í Sagnheimum í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir […]
Tónlistakonan Eló situr fyrir svörum

Elísabet Guðnadóttir eða Eló eins og hún er kölluð var á dögunum valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025. Elísabet er fædd og uppalin hér í Eyjum og er komin úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún byrjaði snemma í tónlistarskóla og fór í framhaldinu í frekara nám. Hún stundaði meðal annars nám í tónlistarskóla í Sydney í Ástralíu og þar […]