Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]
Bergey landaði í Grindavík

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. […]
Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]
Eyjakonur áfram á blússandi siglingu

Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild. Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison […]
Strandveiðum er lokið

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí.” Framangreindur texti birtist síðdegis í dag á vefsíðu Fiskistofu. Það er því ljóst að strandveiðitímabilinu þetta árið er lokið en strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra náðist ekki að afgreiða á Alþingi. Frumvarpið var lagt […]
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í Herjólfsdal

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla […]
ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]
Þari og þang nýtt í sköpun

Á morgun, 17. júlí verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt. Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00. Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig […]
Elvis kominn aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]
Heitasti dagur sumarsins en engin met

Heitasti dagur sumarsins í Vestmannaeyjum var í gær. Komst hitinn á Stórhöfða í 19,4 gráður kl. 13.00 í sól og hægum vindi. Hlýtt var allan daginn og var hitinn 16 og yfir 18 gráður. Ekki er um met að ræða. Það var sett á Stórhöfða 30. júlí 2008 þegar hitinn komst í 21,6 gráður. Mælingar á […]