Framkvæmdastjóri Lagarlífs um laxeldi

Sem Vestfirðingur hef ég upplifað laxeldið sem ævintýri. Áhrifin á lífskjör og tækifæri Vestfirðinga hafa verið gríðarleg, enda er fiskeldi hátæknigrein sem kallar á mikinn mannauð og menntun ásamt verðmætasköpun. Ég þykist vita að sama sé upp á teningnum á Austfjörðum þar sem sjóeldi er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein og stendur undir verðmætasköpun í fjórðungnum.   […]

Kótelettur fyrir alla, konur og kalla

„Kæru konur í Vestmannaeyjum. Eftir öll þessi ár var okkur að berast til eyrna sá leiðinlegi misskilningur að margar konur halda að kótilettukvöldið væri bara fyrir karla. Að þetta væri karlakvöld sem er bara algjört bull, það koma margar konur á kvöldið og hafa gert öll árin okkar. Þið eru allar hjartanlega velkomnar á kótilettukvöldið […]

Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Samst Ibv Baerinn Vestm Is

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu […]

KFS gerir upp tímabilið

Kfs Ads 25 Lokah Cr

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]

Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]

Frábær stemning á árshátíð VSV

IMG 8067

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Í frétt á vefsíðu VSV segir að hátíðin hafi hafist með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni. „Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, […]

Alfreð tók þátt í List án landamæra

Alfreð Geirsson, tók þátt í List án landamæra, sem haldin er þessa dagana í Gerðubergi í Reykjavík. Alfreð mætti á opnun sýningarinnar ásamt sínu besta fólki og var hann aukalistamaður í hátíðinni. List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur sérstaka áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur verið haldin frá árinu 2003. Markmið hátíðarinnar […]

Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

ÍBV tapaði á heimavelli gegn Haukum

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í sjöttu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tíu marka tapi ÍBV. Haukar náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks, 4-8 og voru yfir það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan 13-19 í hálfleik. Haukar héldu áfram að leika vörn Eyjamanna grátt í […]

Fallið frá kröfum um eyjar og sker við Reykjavík

Vekur vonir um sátt við Vestmanneyinga „Með bréfi íslenska ríkisins til óbyggðanefndar, dagsettu 12. september 2025, féll ríkið frá öllum kröfum til eyja og skerja sem tilheyra Reykjavíkurborg,“ segir í frétt á mbl.is.Fréttin vekur vonir um að hið opinbera gæti nú ákveðið að draga til baka sambærilegar kröfur gagnvart Vestmanneyingum, þar sem ríkið hefur um árabil reynt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.