Myndir: Uppskeruhátíð í Bókasafninu

IMG 7944 2

Í gær, laugardaginn 6. september, var haldin uppskeruhátíð Sumarslestursins 2025. Markaði hún jafnframt vetraropnun Bókasafns Vestmannaeyja en fram í maí á næsta ári er opið alla laugardaga kl. 12-15. Að þessu sinni opnaði safnið ekki fyrr en kl 13 vegna Vestmannaeyjahlaupsins og var því opið til kl. 16 þennan eina dag. Laugardagsopnanir hafa mælst afar […]

Minning: Vigfús Jónsson

Untitled (1000 X 667 Px) (36)

Bróðir minn, Vigfús Jónsson lést á Landspítalanum 22. ágúst 2025 eftir stutta sjúkrahúslegu. Vigfús var fæddur í Vestmannaeyjum 8. júlí 1934.Hann var nýorðinn 91 árs þegar hann lést. Vigfús var sonur Guðbjargar Sigurðardóttur og Jóns Vigfússonar frá Holti. Heimili okkar bræðra var á Helgafellsbraut 17. Eftir að Vigfús eignaðist fjölskyldu bjó hann á Höfðavegi 21. […]

„Þetta er nákvæmlega það sem við óttuðumst“

Í kjölfar hópuppsagna hjá Vinnslustöðinni hafa margir spurt hvort varað hafi verið nægilega við afleiðingum nýsamþykktra laga um veiðigjöld. Aðspurð hvort uppsagnirnar hafi komið henni á óvart segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, að svo hafi ekki verið. „Þetta er sárt, en því miður ekki ófyrirséð. Við vöruðum við því í þingumræðum að […]

Kvennalið ÍBV byrjar tímabilið á sigri

Kvennalið ÍBV vann góðan sigur á Fram í fyrstu umferð Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Eyjakonur voru með tveggja marka forystu í hálfleik 20-18. Seinni hálfleikur spilaðist nokkuð líkt og sá fyrri en Eyjakonur juku forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 35-30. Sandra Erlingsdóttir fór á […]

Frá slori og netagerð í ítalska sveit

Pálmi Sigmarsson er Eyjamaður í húð og hár, 61 módel sem steig bernskusporin á Kirkjuveginum. Foreldrar hans eru Sigmar Pálmason, þekktur knattspyrnumaður og Kristrún Axelsdóttir, fv. banakastarfsmaður, en þau hjón voru umboðsmenn og ráku vöruafgreiðslu í Emmuhúsinu í félagi við fleiri. Pálmi á þrjár systur, Unni Björg, Berglindi og Hildi. Börn Pálma og fyrri eiginkonu […]

Fjögur lítil fjölbýlishús fyrir samtals 16-18 íbúðir

Raudagerdi Deiliskipulag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. júní 2025 að kynna á vinnslustigi deiliskipulag við Rauðagerði í Vestmannaeyjum. Við Boðaslóð 8-10 starfaði áður starfaði leikskólinn Rauðagerði. Ákvörðun hefur verið tekin um að húsnæðið muni verða rifið og þess í stað gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Lóðin tilheyrir svæði þar sem er rótgróin íbúðarbyggð en svæðið er […]

Sumarlestur 2025: Uppskeruhátíð í dag

börn_lesa2015_ads

Uppskeruhátíð Sumarlestursins verður á Bókasafninu í dag, laugardaginn 6. september kl. 14:00. Dregið verður úr happdrætti úr bókamiðum sem börn hafa skilað inn fyrir hverja lesna bók. Þau sem tóku þátt í Sumarlestinum fá glaðning. Allskonar nammiföndur í boði. Popp og nammi í boði fyrir öll börn sem mæta. Öll börn eru innilega velkomin hvort […]

ÍBV og Fram mætast í Eyjum

Eyja_3L2A1345

Olís deild kvenna hefst í dag, en þá fara fram þrír leikir. Í síðasta leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram í Eyjum. ÍBV hefur gengið vel á undirbúnings-tímabilinu en liðið vann bæði Ragnarsbikarinn og stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 15.00. Hér má lesa viðtal Eyjafrétta við þjálfara […]

Eyjamenn með sigur í fyrsta leik

Karlalið ÍBV sigraði HK naumlega 30-29 í fyrstu umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og voru yfir 15-11 í hálfleik. Eyjamenn voru áfram með stjórnina á leiknum í síðari hálfleik en þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður náði HK að saxa á forskotið. Þegar tæpar fimm mínútur […]

Samfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.