Tveggja áratuga reynsla og jarðbundin hugsun

Brinks hefur verið fastur punktur í jarðvegsvinnu í Vestmannaeyjum í nær tvo áratugi. Við ræddum við Símon Þór Eðvarðsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um upphafið, áskoranirnar og framtíðina – og hvað það er sem heldur honum við efnið dag eftir dag. Frá einni gröfu í innkeyrslunni að öflugum rekstri „Ég fékk mjög ungur bakteríuna fyrir þessum bransa,“ […]
Fjórir Eyjamenn í ný þjálfarastörf

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ian Jeffs og Jonathan Glenn sem allir hafa spilað og þjálfað ÍBV, eru komnir í ný og spennandi þjálfarastörf. Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði ÍBV frá 2022 til 2024, tók nýverið við þjálfun Vals í Bestu deild karla, eftir að hafa stýrt HK í Lengjudeild karla eitt tímabil. HK fór […]
Kristín Klara spilaði í stórsigri Íslands á Færeyjum

Kristín Klara Óskarsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV í fótbolta, var í byrjunarliði U17 ára liði Íslands þegar þær sigruðu Færeyjar 6-2 í fyrri leik liðsins í undankeppni EM 2026. Kristín Klara spilaði 62. mínútur í liði Íslands. Ísland mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum og geta þar tryggt sér sæti í A deild fyrir […]
Dýpkun hefst seinnipartinn í dag

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga. Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla […]
Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]
Litla skvísubúðin 15 ára

Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York. […]
Tunglið, tunglið taktu mig

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]
Eyjakonur með stórsigur á KA/Þór

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór í áttundu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með stórsigri heimakvenna, 37-24. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Eyjakonur náðu þriggja marka forystu og var staðan 18-15 fyrir ÍBV í hálfleik. Eyjakonur settu í annan gír í seinni hálfleik og áttu KA/Þór […]
Stórgóð skemmtun á hausttónleikum Lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fóru fram í gær í Hvítasunnukirkjunni og heppnuðust með eindæmum vel. Fjölmenni lagði leið sína á tónleikana, sem eru orðinn rótgróinn liður í menningarlífi Eyjamanna – hefð sem nær lengra aftur en elstu menn muna. Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð 22. mars 1939 og hefur starfað óslitið síðan þá, sem er einstakt afrek […]
Árshátíð Ísfélagsins – myndasyrpa

Árshátíð Ísfélagsins fór fram í Höllinni í gær og tókst einstaklega vel til. Veisustjórar kvöldsins voru þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Komið gott. Boðið var upp á veitingar frá Einsa Kalda og að borðhaldi loknu spiluðu Dr. Eydís og Erna Hrönn og héldu stemningunni gangandi fram á nótt. Ísfélagið bauð bæjarbúum á […]