Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]
Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]
Stuð hjá Jónasi Sig í Höllinni

Það var góð stemming á tónleikum Jónasar Sig og hljómsveitar í Höllinni í gærkvöldi. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en 150 til 200 manns verður að teljast gott á Júróvisjonkvöldi. „Fjörið var mikið og auðvitað hefði verið gaman að sjá fleiri en þeir sem mættu í Höllina í gærkvöldi fengu helling fyrir peninginn,“ segir […]
Óska eftir framlengingu á áætlunarflugi

Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið. Brýnir hagsmunir í húfi Bæjarstjóri […]
Góð loðnuveiði í dag

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]
Tap gegn ÍR

Kvennalið ÍBV þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í ár, en liðið tapaði í dag gegn ÍR á útivelli. ÍR leiddi allan leikinn. Hálfleikstölur voru 21 – 14. ÍBV tókast aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en náðu þó aldrei að ógna sigri ÍR. Lokatölur 34-30. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með […]
Líflegt við höfnina – myndir og myndband

Það var heldur betur líflegt við höfnina í gær, enda verið að undirbúa loðnuvertíð. Menn þurfa að hafa hraðar hendur til að reyna að hitta á loðnuna á réttu þroskastigi. Svo er bara að vona að það komi önnur ganga og það mælist meira svo hægt verði að bæta við kvótann. Óskar Pétur Friðriksson var […]
Auglýst eftir lögreglustjóra

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir jafnframt að Vestmannaeyjar hafi verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í […]
ÍBV mætir ÍR á útivelli

Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig. Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Þorlákur Breki Baxter hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá Stjörnunni en hann kom til Stjörnunnar frá ítalska liðinu Lecce fyrir tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Hann kemur til með að leika með ÍBV til loka tímabilsins en hann ólst upp hjá Hetti og skipti yfir í Selfoss […]