Semja um kaup á vinnslubúnaði fyrir laxasláturhús

Laxey og Ístækni hafa undirritað samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús fyrirtækisins í gæðaframleiðslu á landeldislaxi. Lausnin tryggir fyrsta flokks meðhöndlun hráefnis frá upphafi til enda ferilsins og stuðlar að hámarksgæðum lokaafurðar. Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslæingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk […]
Þarf að tryggja fjármagn til að ljúka rannsóknum á jarðgöngum

Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi kvaddi sér hljóðs undir störfum þingsins á þingfundi í dag. Þar ræddi hann samgöngur. Sagði hann að samgöngur séu sífellt úrlausnarefni stjórnmálanna. Samgöngur eru stór hluti af mikilvægum öryggismálum. „Þjóðvegurinn er jafnframt hættulegasti ferðamannastaðurinn okkar. Við verðum að setja öryggi allra þeirra sem nota vegina okkar í fyrsta sæti […]
Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og á móttökustöð var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði. Fram kemur í fundargerð að meirihluti ráðsins leggi áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar […]
Kvennalið ÍBV í fallhættu – Breytingar framundan? Uppfært

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur átt erfitt tímabil í vetur og stendur frammi fyrir þeirri hættu að falla niður um deild. Orðrómur er á kreiki um að Sigurður Bragason muni hætta þjálfun liðsins og líklegt þykir að Magnús Stefánsson núverandi þjálfari karlaliðsins taki við þjálfun kvennaliðsins, en engin formleg staðfesting hefur borist frá félaginu um […]
Stefnan í vinnslu

Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er […]
Fimm tilboð bárust í gervigras

Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr. Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr. Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr. Metatron ehf.-tilboð […]
Falla frá sölu á Eygló

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]
Rauðátan – Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða allt að 59.000 tonn á ári

„Ég hef verið í sambandi við útgerðarfélög um allt land og vonast til að fá skip til veiðanna næsta sumar,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann var spurður um stöðu rauðátuverkefnsins. „Auðvitað eru menn með og á móti veiðum af þessu tagi en þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Vestmannaeyinga ef rétt er að […]
ÍBV lagði Gróttu

ÍBV náði í tvö stig í Olísdeild karla í dag. Eini leikur dagsins var háður í Eyjum er heimamenn tóku á móti Gróttu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en ÍBV leiddi í leikhléi, 17-15. Heimamenn héldu svo forystunni en náðu samt aldrei að hrista Gróttumenn almennilega af sér. Þó hélst forystan þetta 1-2 mörk […]
Funduðu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með nýjum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, þann 6. febrúar sl. Farið var yfir þau mál sem eru á borði ráðherrans og snerta Vestmannaeyjabæ, segir í fundargerð bæjarráðs. Þar var farið yfir dýpkun í Landeyjahöfn, en útboð er áætlað í vor og nýr samningur í framhaldi. Nauðsynlega þarf að tryggja tæknilega getu […]