Rofar til í þjóðlendumálinu?

„Það er mat óbyggðanefndar að ríkið eigi ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan 2 kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu, en slíkar eyjar og sker séu hlutar þeirra jarða sem næst liggja, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæli ekki gegn því. Þá telur óbyggðanefnd hugsanlegt að eignarréttur […]
Bæjarrölt í blíðunni

Það viðraði vel til bæjarrölts í Eyjum í gær. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og fór hann með myndavélina með sér. Þar sýnir hann okkur m.a. eitthvað af þeim framkvæmdum sem nú er unnið að hingað og þangað um eyjuna. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)
Endurbætur á Oddfellow-húsinu

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. M.a. er verið að byggja við austugafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan. (meira…)
Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]
Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Í kvöld hefst úrslitakeppni Olís deildar kvenna. ÍBV mætir þar Haukum og fer fyrsti leikurinn fram að Ásvöllum. Handknattleiksdeild ÍBV og Víking Tours eru með rútuferðir og býður Herjólfur fríar ferðir fyrir stuðningsmenn sem að fara með rútunni. Rútan fer svo frá Landeyjum í Smáralind og svo á Ásvelli, segir í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar […]
Andlát: Margrét Sigurbjörnsdóttir

(meira…)
Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]
Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu

Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum. Því er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar […]
World Class kemur til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði. Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar […]