Opinn fundur með Áslaugu Örnu

Í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, ætlar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að heimsækja Vestmannaeyjar en hún stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og ekki síst málefni Vestmannaeyja. Fundurinn hefst kl. 12:00 en […]
Guðrún tekur undir hugmyndir Páls

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur sem kunnugt er boðið sig fram til að leiða flokkinn. Guðrún mætti á Sprengisand í gær og ræddi þar stjórnmálin, framboð sitt til formanns og stöðu Sjálfstæðisflokksins. Áður en Guðrún tók sæti á þingi sat hún m.a. í stjórnum lífeyrissjóða. Fyrst í stjórn lífeyrissjóðsins Festu 2012–2014. Svo formaður stjórnar […]
Efnilegir Eyjamenn skrifa undir

Eyjamennirnir Sigurður Valur Sigursveinsson, Heiðmar Þór Magnússon og Alexander Örn Friðriksson hafa allir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2027. Greint er frá samningsgerðinni á vefsíðu ÍBV. Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika […]
64% nýting í fluginu

Í byrjun desember hófst áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins samdi við Mýflug um flugið, en samkvæmt samningnum greiðir Vegagerðin Mýflugi 691.062 kr. fyrir hvert flug (RVK-VES-RVK). Um er að ræða flug á tímabilinu 1. desember til 28. febrúar og einungis greitt fyrir það tímabil og greiðir Vegagerðin því 35.935.224,- á ári til flugfélagsins. […]
Stuttur og góður túr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við fengum allan aflann á Höfðanum og stoppuðum þar í einungis 31 klukkustund. Það var kaldafýla allan tímann á meðan við vorum að veiðum en við fengum hins vegar […]
Viska býður upp á kynningar á fyrirtækjum í Eyjum

Viska hefur kynnt nýtt framtak fyrir vorönn 2025 þar sem fyrirtæki í Vestmannaeyjum fá tækifæri til að kynna starfsemi sína. Fundirnir verða haldnir einn fimmtudag í mánuði í hádeginu og eru opnir öllum þeim sem vilja kynnast betur því fjölbreytta fyrirtækjalífi sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða, en fjölmörg stór og smá fyrirtæki eru […]
Góður fyrirboði mættur í bergið

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður fylgist vel með fuglalífinu. Þetta hefur hann gert í að verða þrjá aldarfjórðunga, og tók hann við keflinu af föður sínum sem einnig hafði haft sömu iðju uppi í áratugi. Í ferð sinni austur á Eyju í morgun tók Sigurgeir upp kíkinn til að kanna bergið í Ystakletti. Viti menn, […]
Litla Mónakó: Ný sölumet slegin í Eyjum

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn í Eyjum byrji með látum í byrjun árs. Þetta staðfestir m.a Halldóra fasteignasali í nýlegu viðtali við Eyjafréttir. Veltan hefur verið óvenjulega mikil m.v árstíma og hafa nú þegar verið sett nokkur sölumet. Dýrasta íbúðin í Foldahrauni / Áshamri (ekki nýbygging ) seld á 46.000.000kr Áshamar 65 Dýrasta 100 […]
Saga sem ekki má glatast eða gleymast

Ingibergur Óskarsson heiðraður af Sjómannadagsráði: „Ingibergur hefur unnið óeigingjarnt og mikið starf við skráningu þeirra sem fóru siglandi gosnóttina fyrir 52 árum til þorlákshafnar. Hvaða bátar og skip komu við sögu. Áhafnir bátanna, myndir og sögur þeirra sem um er fjallað. Öll heimildavinnan. Það er ótrúlega gaman og gefandi að skoða þetta allt saman. Fyrir […]
Ójöfn samkeppnisstaða Norðmanna hallar mjög á hagsmuni Íslendinga

Aukinn innflutningur þorsks og annarra tegunda til Noregs Í tölum um innflutning til Noregs kemur skýrt fram að innflutningur á þorski frá öðrum veiðum en norska skipa, hefur stóraukist. Reyndar á það líka við um fleiri fisktegundir en aukningin er langmest í innflutningi þorsks. Á myndinni hér að neðan má sjá innflutning Norðmanna á þorski […]