Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið virkjuð

Einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra. 48 einstaklingar sem eru búsettir í Vestmannaeyjum eru þegar komnir í sóttkví og er von á að þeim fjölgi þegar líða tekur á daginn. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess […]

Viðbraðsaðilar funduðu vegna verslunarmannahelgar

Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgar. Ljóst er að helgin verður frábrugðin því sem menn eiga að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst. Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður […]

Aðgerðastjórn hefur lokið störfum

Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru […]

Víðir segir fram­kvæmd Puffin-hlaupsins í sam­ræmi við sam­komu­bannið

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi […]

Allir hafa náð bata

Allir hafa náð bata í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita enn 105 og ekkert smit greinst síðan 20. apríl, 8 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Minnt er á að reglan um 2 metra fjarlægð á milli manna gildir enn. Gríðarlega mikilvægt er að við virðum hana hvort sem við erum í verslunum eða á […]

104 af 105 hafa náð bata

Enn er heildarfjöldi smita 105, allir nema einn hafa náð bata og 11 eru í sóttkví. Öll þurfum við að vera á varðbergi áfram, gæta að eigin sóttvörnum, 2 metra reglunni og virða samkomubann. Góða helgi og gangi ykkur vel. f.h. aðgerðastjórnar Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri. (meira…)

Sex vikur frá fyrsta smiti

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan fyrir viku og eru enn samtals 105 einstaklingar sem hafa greinst með staðfest smit. Þá er það einkar ánægjulegt að 103 hafa náð bata og því aðeins 2 í einangrun. Þá eru 10 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú eru sex vikur síðan fyrsta smitið greindist í […]

Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel

Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. 11 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel að virða reglur vegna faraldursins og hafa lagt mikið á sig […]

Eitt nýtt smit – var ekki í sóttkví

Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit. Þá hafa 92 náð bata og því aðeins 13 manns með virk smit. Sex eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og hafa þeir aldrei verið eins […]

Eitt nýtt smit í Eyjum

Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað […]