Vilja selina úr Húsdýragarðinum í Klettsvík

“Selirnir í húsdýragarðinum eiga betur skilið – leyfum þeim að setjast að í sjávardýraathvarfi núna strax!” Á þessum orðum hefst greinargerð þar sem fólk er beðið að skrifa undir áskorun til borgarstjóra Reykjavíkurborgar og bæjarstjóra Vestmannaeyja þess efnis að Selirnir í húsdýragarðinum verði fluttir á griðarstað í Klettsvík. Þeir sem að undirskriftasöfnuninni standa eru andvígir […]

Bátaumferð truflar aðlögun mjaldranna

Litlu Hvít og Litlu Grá miðar vel áfram í aðlögun sinni í Klettsvík en mikil bátaumferð um svæðið hefur þó truflað ferlið. Audrey Padgett forstöðumaður Sealife Trust sagði í samtali við Eyjafréttir að töluvert hafi verið um umferð tuðra upp við kvínna í Klettsvík um liðna helgi. Þessir bátar hafi ekki einungis verið að fara […]

Myndband frá flutningi mjaldranna

Það er með mikilli ánægju sem við hjá SEA LIFE Trust getum staðfest að mjöldrunum Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunn. Flutningi hvalanna í kvínna lauk föstudaginn 7. ágúst klukkan 12:30. Griðarstaðurinn […]

Flutningi mjaldrana frestað  

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít verða að bíða enn um sinn eftir því að komast í varanleg heimkynni sín í Klettsvík. Fyrirhugað var að flytja hvalina í morgunn en hvassviðri snemma í morgun truflaði þau áform þetta staðfesti Audrey Padgett í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. „Við þurfum að getað stólað á góða þrjá klukkutíma í veðrinu og eins […]

Mjaldrarnir fara út í Klettsvík í fyrramálið

Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít verða fluttar út í Klettsvík snemma í fyrramálið. Audrey Padgett forstöðumaður SEA LIFE Trust segir að þrotlausar æfingar og undirbúningur hafa staðið yfir síðustu vikur og allt ætti að vera til reiðu fyrir næsta skrefið í ferlinu. Audrey vildi koma eftir farandi skilaboðum til sjófarenda í Vestmannaeyjum. „Við viljum […]

Starfsfólk Sea life trust ásamt fjölskyldum tóku til í Klettsvík

Nú styttist í það að mjaldrasysturnar flytji út í Klettsvík. Starfsfólk Sea life trust vinnur nú hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir þann flutning. Þau notuðu góða veðrið um liðna helgi og tóku sig til á samt fjölskyldum sínum og hreinsuðu til úti í Klettsvík en mikið safnast af rusli í fjörunni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.