Fjárhagsáætlunum vísað til bæjarstjórnar

Bæjarráð kom saman til fundar í gær einungis tvö mál voru á dagskrá, fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025. Bæjarráð Vestmannaeyja vísaði fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2023-2025 til fyrri umræðu bæjarstjórnarfundar sem fram fór síðar um daginn. (meira…)

Halda átaksverkefninu “Veldu Vestmannaeyjar” áfram

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti á fundi bæjarráðs í gær framvindu átaksins “Veldu Vestmannaeyjar”. Haft var samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið um að móta hugmyndir og tillögur um átakið. Verkefnið verður unnið eftir þeim forsendum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Fulltrúar Hvíta hússins komu á fund bæjarráðs […]

Óska eftir fjárstuðningi Vestmannaeyjabæjar vegna kaupa á björgunarskipi

Tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í gær erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi Vestmannaeyjabæjar vegna kaupa á nýju björgunarskipi. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem fór í útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Ríkissjóður Íslands mun fjármagna helminginn af kaupverðinu og Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnafélagið Landsbjörg hinn helminginn. Með tilkomu […]

Safnmunir frá Náttúrugripasafni til Sea Life Trust

Bæjarráð tók í vikunni sem leið fyrir erindi frá Sea Life Trust, dags. 21. september sl., þar sem fyrirtækið óskar eftir við Vestmannaeyjabæ, að fá til varðveislu og sýninga, þá safnmuni sem nú er að finna í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja, eins og núgildandi samningur við Sea Life Trust kveður á um. Jafnframt upplýsti Kári Bjarnason bæjarráð […]

Ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna fjölgunar bæjarfulltrúa

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fulltrúi D lista bar þá upp eftirfarandi tillögu: “Undirrituð leggur til að fallið verði frá ákvörðun meirihluta H og E lista um fjölgun bæjarfulltrúa í hagræðingarskyni en óhjákvæmilegt er að launakostnaður, stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélagsins vaxi enn frekar á komandi […]

Hlutfall fasteignaskatts lækkar

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,46% og að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði í samræmi við áætlun sjóðsins, sem ætti að liggja fyrir áður en áætlunargerðinni lýkur. Í forsendum er hlutfall af […]

Ef fullreynt er að fljúga á markaðslegum forsendum þarf að bregðast við því

Bæjarráð ræddi á fundi sínum á miðvikudag ákvörðun Icelandair um að hætta öllu áætlunarflugi til og frá Vestmannaeyjum, 31. ágúst. Ákvörðunin er vissulega mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyinga, en eftirspurn eftir flugi milli lands og Eyja var undir þeim væntingum sem Icelandair hafði gert ráð fyrir. Það er að mati flugfélagsins fjárhagslega ómögulegt að halda úti […]

Átök og alvarlegar ásakanir í bæjarráði

Starfshættir kjörinna fulltrúa voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Hildur Sólveig Sigurðardóttur, fulltrúa D-lista, óskaði eftir umræðu um liðinn og lagði fram eftirfarandi bókun. Leyfi meintum þolendum að njóta vafans “Undirrituð harmar ummæli bæjarstjóra, oddvita H listans, í fjölmiðlum um málefni einstaka starfsmanns vegna kvörtunar starfsmannsins um meint einelti og minnir á mikilvægi […]

Vonir bundnar við að hægt verði að halda hátíðina síðar

Bæjarstjóri fór yfir stöðu Covid í Vestmannaeyjum og hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda sem tóku gildi á sunnudaginn var á fundi bæjarráðs í vikunni. Aðgerðastjórn Vestmannaeyja fundar reglulega um stöðuna og sendir frá sér tilkynningar í kjölfar funda um stöðu faraldursins í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu óformlegan fund með fulltrúum ÍBV íþóttafélags í vikunni vegna […]

Nýta ekki forkaupsrétt að Bergi VE

Fyrir bæjarráði í gær lá erindi frá Bergi ehf. dags. 20. júlí sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Bergi VE-44, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og án allrar viðmiðunar um aflareynslu […]