Starfshættir kjörinna fulltrúa voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Hildur Sólveig Sigurðardóttur, fulltrúa D-lista, óskaði eftir umræðu um liðinn og lagði fram eftirfarandi bókun.
Leyfi meintum þolendum að njóta vafans
“Undirrituð harmar ummæli bæjarstjóra, oddvita H listans, í fjölmiðlum um málefni einstaka starfsmanns vegna kvörtunar starfsmannsins um meint einelti og minnir á mikilvægi þess að atvinnurekanda ber skylda til að sýna varfærni við meðferð slíkra mála og nærgætni með virðingu og einkahagi hlutaðeigandi í huga.
Mikilvægt er að öflugt sveitarfélag á borð við Vestmannaeyjabæ sýni gott fordæmi, sinni öflugum forvörnum í vinnuvernd, fylgi reglugerðum vinnuverndar og leyfi meintum þolendum að njóta vafans og virðingar á meðan viðkvæm mál þeirra eru tekin skjótt til meðferðar.
Hafði þegar staðfest innihald fréttar
Fulltrúar E og H lista svöruðu því með bókun. “Bæjarstjóri tjáði sig í stuttu máli við vefmiðil Mannlífs, eftir ítrekaðar óskir þess efnis. Á þeim tíma sem bæjarstjóri tjáði sig hafði viðkomandi starfsmaður þegar sjálfur gert það með því að staðfesta innihald fréttar Eyjafrétta, frá 10. ágúst sl. við DV. Með hliðsjón af því lá fyrir afstaða viðkomandi til þess að upplýsingar um málið nytu ekki leyndar sem persónu- eða einkaupplýsingar í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og/eða upplýsingalaga nr. 140/2012. Þau svör sem bæjarstjóri veitti blaðamanni Mannlífs fólu því ekki í sér aðgang að neinum upplýsingum sem ekki lágu þegar fyrir opinberlega.
Bæjarfulltrúinn Hildur Sólveig Sigurðardóttir tjáir sig hins vegar á sama tíma og hún vísar í ákvæði reglugerðar nr. 1009/2015 því til stuðnings að bæjarstjóra hafi ekki verið heimilt að tjá sig um málefni viðkomandi starfsmanns, þá gerir hún það sjálf og setur auk þess fram getgátur um það að aðrir starfsmenn hafi „hrakist úr störfum sínum hjá sveitarfélaginu á undanförnum árum“. Það verður að teljast vafasamt að Hildur tjái sig um málið með þeim hætti.”
Tryggja þarf eðlilega málsmeðferð
Fulltrúi D lista svaraði þessu með annari bókun. “Það skal tekið sérstaklega fram að hvergi í grein undirritaðrar setti ég fram getgátur heldur vísaði ég í orð starfsmanns úr opinberri grein hans og því leggja fulltrúar meirihlutans mér orð í munn. Undirrituð er ekki æðsti embættismaður né framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og telst því ekki atvinnurekandi í þeim skilningi heldur bæjarfulltrúi sem vill tryggja eðlilega málsmeðferð hjá Vestmannaeyjabæ.”
Telur siðareglur, sveitarstjórnarlög og bæjarmálasamþykkt brotna
Njáll Ragnarsson fulltrúi E-lista lagði þá fram eftirfarandi bókun. “Að undanförnu hefur oddviti sjálfstæðisflokksins tekið þátt í umræðu um mál sem er til vinnslu hjá stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Í blaðagrein sem oddviti sjálfstæðisflokksins skrifar þann 27. ágúst sl. gerir hún að því skóna að tjáningarfrelsi starfsmanna bæjarins sé skert, ýtir undir ásakanir um að starfsmenn hafi verið hraktir úr störfum og fer aukin heldur fram á það að pólitískir fulltrúar ræði ásakanir um meinta hegðun yfirmanna gagnvart starfsmönnum. Það að draga kjörna fulltrúa í slíka ferla grefur óneitanlega undan trausti á stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar sem á að getað starfað óáreitt gagnvart kjörnum fulltrúum, sérstaklega í viðkvæmum málum starfsmanna.
Ég tel að oddviti sjálfstæðismanna hafi með athöfnum sínum undanfarna daga og vikur, brotið fjórar greinar siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og auk þess brotið á ákvæðum sveitarstjórnarlaga og bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. Ég mun því á næstu dögum óska eftir því að þar til bær stjórnvöld fari yfir þau mál og skeri þar úr um.”
Væri nær að tryggja vernd og vellíðan starfsmanna
Fulltrúi D lista lagði þá fram sína þriðju bókun um málið. “Það er með ólíkindum að þegar kjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáir sig opinberlega þar sem hann lýsir áhyggjum af velferð starfsmanna og gagnrýnir að bæjarstjóri fari ekki eftir reglugerð um vinnuvernd kjósi formaður bæjarráðs í krafti embættis síns, ekki að leita leiða til að tryggja vernd og vellíðan starfsmanna heldur beinir hann orku sinni fremur í að saksækja undirritaða sem vogaði sér að ljá málinu rödd sína. Slíkt er honum til minnkunar.”
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst