Fasteignaskattur og útsvar óbreytt milli ára

Í forsendum fjárhagsáætlunar 2021 sem til umræðu voru á fundi bæjarráðs í vikunni er gerð tillaga um útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, eða 14,46%. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði í samræmi við áætlun sjóðsins, sem ætti að liggja fyrir áður en áætlunargerðinni lýkur. Hlutfall af álagningu fasteignaskatta verði óbreytt milli ára, þannig að hlutfall […]

Mikilvægt að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið

Viðræður samninganefndar Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina vegna þjónustusamnings um rekstur Herjólfs voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Viðræður eru hafnar og hafa aðilar átt tvo fundi. Allur samningurinn er undir í viðræðunum. Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstöður viðræðna milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar vegna rekstur Herjólfs skýrist fljótt svo hægt sé að eyða […]

Air Iceland Connect hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja

Fram kom á fundi bæjarráðs í dag að bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu […]

Vinnutímanefnd skipuð um styttingu vinnutíma

Styttingu vinnutíma var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samið var um styttingu vinnutíma í nokkrum kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og einstakra stéttarfélaga við gerð nýlegra samninga. Skipaður hefur verið sérstakur innleiðingarhópur samningsaðila, þ.e. tveimur fulltrúum frá Kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, BHM og ASÍ, einum fulltrúa frá hverjum aðila, sem verður starfræktur á […]

Viðaukar við fjárhagsáætlun

Lagðir voru fram viðaukar 5-7 við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 á fundi bæjarráðs í vikunni. Samkvæmt viðaukanum eykst fjárfesting vegna Íþróttamiðstöðvar um 81 m.kr. vegna sérstakra framkvæmda við viðhald húsanna, aðgerðir vegna Blátinds um 9 m.kr. og útgjöld vegna viðbótaráðninga sumarstarfsfólks um 29,8 m.kr., en á móti koma tekjur frá Vinnumálastofnun að fjárhæð 3,2 […]

Lýsa yfir áhyggjum af ástandi íþróttahúsanna

Lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ á fundi bæjarráðs í gær. Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda. Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári. Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert […]

Mögulegt að fá hagstæðara verð á flutningi raforku

Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs greindu frá samskiptum sem fram hafa farið vegna gjaldskrár HS veitna á dreifingu og flutningi á raforku á fundi bæjarráðs í gær. Flutningur á raforku er í höndum Landsnets og því ekki á forræði HS veitna. Dreifingin fer fram á grundvelli samþykktrar gjaldskrár og var m.a. tilgangur samskipta að […]

Engin viðbrögð frá ráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs

Þann 17. ágúst síðast liðinn átti bæjarráð fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. þar sem meðal annars var kynnt lögfræðiálit er varðar greiðslur ríkisins vegna grunnvísitölu og öryggismönnunar á skipinu. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá fundinum hafa engin önnur viðbrögð komið frá ráðuneytinu við erindi bæjarins en að svarið […]

Telja ríkið ekki standa við þjónustusamning

Bæjarráð kom saman í dag til þess að ræða stöðuna hjá Herjólfi ohf., eftir ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins um uppsagnir á starfsfólki til þess að ráðast í endurskipulagningu félagsins. Framlög 200 milljónum lægri Þann 17. ágúst sl. átti bæjarráð fund með samgönguráðherra og vegamálastjóra til að fara yfir alvarlega fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. Á fundinum […]

Markaðsátak í ferðaþjónustu skilaði árangri

Fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum komu á fund bæjarráðs í vikunni til þess að greina frá stöðu ferðaþjónustunnar og sér í lagi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja þegar langt er liðið á sumarið, framtíðarsýn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja gagnvart starfsemi Markaðsstofu Suðurlands og hvernig horfurnar eru framundan. Ferðaþjónustan ræddi m.a. nauðsyn þess að halda áfram því góða markaðsátaki sem sett var […]