Loðnubrestur tvö ár í röð yrði þungt högg fyrir samfélagið

Bæjarráð Vestmannaeyja hittist á sérstökum aukafundi klukkan átta í morgun til þess að ræða stöðu og útlit loðnuveiða á árinu 2020. Samkvæmt fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru litlar líkur taldar á að Íslendingar muni veiða loðnu á árinu. Ekkert skip hefur enn haldið til loðnuleitar og stjórnvöld hafa ekki skipakostinn til þess, þar sem […]

Vestmannaeyjabær áfrýjar ekki

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag var ákveðið að áfrýja ekki máli Vestmannaeyjabæjar gegn Landsbankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 12. desember í máli sem Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin hf. höfðuðu gegn Landsbankanum hf. Bankinn var sýknaður af kröfum stefnenda. Ríkisbankinn hagnast á kostnað stofnfjáreigenda Niðurstaðamálsins var eftirfarandi:”Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu eru […]

Heildarfjárfestingar ársins hækka um 98 milljónir

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í gær 17. desember var tekin fyrir viðauki við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019. Samkvæmt viðaukanum eykst heildarfjárfesting samstæðu Vestmannaeyjabæjar um 98 m.kr. Á árinu 2019 samþykkti bæjarráð og framkvæmda- og hafnarráð nýjar fjárfestingar og framkvæmdir fyrir alls 108,5 m.kr., þar af 55 m.kr. til viðgerða á þaki Íþróttamiðstöðvar og 40 […]

Samþykkir jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar

DSC 5950

Bæjarráð samþykkti jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi sínum í gær. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að jafnlaunastefnu Vestmannaeyjabæjar. Stefnan er liður í innleiðingu jafnlaunavottunar hjá bænum, en skv, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast slíka vottun. Bæjarráð var upplýst um samning […]

Vestmannaeyjabær tekur aftur yfir rekstur Sagnheima

Samningur vegna rekstur Byggðasafn Vestmannaeymja var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu en tímabundinn samningur við Þekkingarsetur Vestmannaeyja um rekstur Sagnheima (Byggðasafns Vestmannaeyja), lýkur um næsta áramót. Vestmannaeyjabær hefur átt í viðræðum við forstöðumann Sagnheima, forstöðumann Safnahúss og framkvæmdastjóra Þekkingarseturs Vestmannaeyja um framtíðarskipan Byggðasafnsins. Áhugi er fyrir því að Vestmannaeyjabær taki aftur til sín […]

Fagna úttekt á Landeyjahöfn

Staðan í samgöngumálum var rædd í bæjarráði í hádeginu. Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. […]

Opna Sæheima aftur

Bæjarráð fundaði í hádeginu og voru náttúrugripir í Sæheimum meðal annars til umræðu. Á fundi bæjarráðs þann 17. september sl., var framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að fylgja því eftir að koma þeim safnskosti Sæheima sem ekki stendur til að sýna í nýju safni Sea Life Trust, í tímabundið húsnæði þar sem munirnir geta verið […]

Fasteignagjöld lækka

Fundur fór fram í bæjarráði í hádeginu í dag þar sem meðal annar voru til umræðu fasteignagjöld fyrir árið 2020. Í fundargerð segir: „Á fundi sínum þann 18. júní sl., fól bæjarráð fjármálastjóra sveitarfélagsins að reikna út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti fyrir árið 2020. Ákvörðun bæjarráðs er tilkomin af mikilli hækkun fasteignamats í […]

Bæjarráð hvetur ráðherra að tryggja skosku leiðina

Flugvollur

Á fundi bæjarráðs í gær var meðal annars rædd staða flugsamganga til Vestmannaeyja í vetur en bæjarráð hefur áður lýst áhyggjum sínum af stöðunni. „Öflugt innanlandsflug er ein forsenda fyrir dreifðri byggð í landinu og nú er orðið ljóst að ekki er aðeins verið að fækka flugferðum til Vestmannaeyja heldur einnig annarra áfangastaða á landinu,” segir […]

Útbúa á sérstakan Eyjasundsbikar

Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið. Á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var lögð fram tillaga í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af […]