Framlengja samninginn um rekstur Herjólfsbæjar

Málefni Herjólfsbæjar í Herjólfsdal voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fyrir bæjarráði lá beiðni frá Eyjatours ehf., sem hefur annast endurbætur, uppbyggingu og rekstur Herjólfsbæjar skv. samningi þar um, sem gildir til fjögurra ára, um framlengingu samningsins um nokkur ár. Í erindinu koma fram upplýsingar um þær endurbætur á Herjólfsbæ sem ráðist hefur […]
Hefja undirbúning að lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja

Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja. Hópurinn er skipaður Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Eyþóri Harðarsyni, fulltrúa bæjarráðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þann 6. október sl., átti bæjarráð fund með stjórn og framkvæmdastjórn HS veitna, m.a. um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar gerðu […]
Bæjarráð samþykkir tillögu að styttingu vinnutíma kennara

Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Markmið vinnutímastyttingar er […]
Þakkar þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti á fundi bæjarráðs í síðustu viku um samþykkt borgarráðs Reykjavíkur við erindi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur á menningarnótt Reykjavíkur 2023, í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Hátíðin er jafnan haldin fyrsta laugardag eftir 15. ágúst, en þann dag 1876 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. […]
Óvissuþættir geta haft áhrif á fjárhagsáætlun

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór á fundi bæjarráðs í vikunni yfir stöðu undirbúnings að fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun áranna 2024-2026. Með hliðsjón af þeim forsendum sem bæjarráð samþykkti um undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 og þeim fundum sem haldnir hafa verið í fagráðum og með bæjarfulltrúum, um eignfærðar og gjaldfærðar sérsamþykktir, er að komast mynd […]
Slipptaka Herjólfs IV á áætlun

Umræða um samgöngumál var meðal þessa sem var á dagskrá á fundi bæjarráðs í vikunni. Þeir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja, stöðunni í Landeyjahöfn, svo sem dýpi og dýpkunarframkvæmdir, hvernig til hefur tekist með […]
Áframhaldandi samstarf og afmælisfjör

Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára. Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst […]
Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn

Samþykkt var í bæjarráði að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyja. Um er að ræða reit sem afmarkast af Miðstræti í norðri, Bárutíg í vestri, Vestmannabraut í suðri og Kirkjuvegi í austri. Gert er ráð fyrir nýrri götu með einstefnu í norður frá Vestmannabraut að Miðstræti, og mega spekingar byrja að spá fyrir um nýtt […]
Bæjarráð – Ekki á eitt sátt um einn sýslumann

Kynnt hafa verið drög að frumvarpi um grundvallarbreytingu á skipulagi sýslumannsembættanna, að þeim verði fækkað úr níu í eitt. Í drögunum segir að þannig verði hægt að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar um land allt sem sinni miðlægum og sérhæfðum verkefnum á landsvísu ásamt þjónustu í heimabyggð. Miðað er við að starfsemi sýslumanns verði […]
Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri. Tvö mál tóku mestan tíma á […]