Funda með hlutaðeigandi aðilum um lundaveiðar í Stórhöfða

Áskorun um friðun Stórhöfða var til umræðu í bæjarráði í dymbilvikunni. Í erindi dagsett 6. apríl sl., skora Ferðamálasamtök Vestmannaeyja á bæjarráð að friða Stórhöfða eða banna alfarið lundaveiðar í höfðanum. Í áskorun samtakanna segir meðal annars “Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega […]
Ýmsar brotalamir í úttektarskýrslu um Herjólf

Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs í vikunni sem leið og gerði m.a. grein fyrir úttektarskýrslu um Herjólf, sem unnin var að beiðni Vegagerðarinnar. Um er að ræða framkvæmd eftirlitsskoðunar í samræmi við ákvæði þjónustusamnings ríkisins við Vestmannaeyjabæ um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Meðal annars voru tekin út gæðakerfi (öryggisstjórnunarkerfi), viðhaldskerfi, ástandsskoðun í […]
Drög að atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar

Lögð voru fram drög að atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar á fundi bæjarráðs í vikunni. Stýrihópur um atvinnustefnuna sem skipaður er Írisi Róbertsdóttur, Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, Njáli Ragnarssyni, Frosta Gíslasyni og Ívari Atlasyni hefur verið að störfum og Evgenía Mikaelsdóttir, sem sinnt hefur starfi verkefnastjóra. Hópurinn fundaði um drögin fyrr í vikunni og er sammála um að leggja […]
Kanna samstarf við Römpum upp Ísland

Bæjarráð tók á fundi sínum í dag fyrir bréf stjórnarformanns Römpum upp Ísland verkefnisins til bæjarráðs og bæjarstjóra. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun, og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi […]
Funda með dómsmálaráðherra um stöðu sýslumanns

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag. Lagt var fyrir bæjarráðs bréf dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars sl., um endurskipulagningu sýslumannsembætta. Í bréfinu er kveðið á um gagngera endurskoðun á skipulagi embættanna sem miðar að því að sameinu öll níu embætti landsins í eitt. Fyrir […]
Færanlegar varaaflsstöðvar orðnar þrjár

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi á fundi bæjarráðs í síðustu viku frá nýjustu stöðu varaaflsmála í Vestmannaeyjum, þ.á.m. fjölda færanlegra varaaflsstöðva sem Landsnet var búið að lofa að senda til Vestmannaeyja. Tvær stöðvar eru komnar til viðbótar við þá einu sem send var fyrr á árinu. Samanlögð framleiðslugeta umræddra varaaflsstöðva er um 3,6 MW af raforku. […]
Lýsir þungum áhyggjum af áformum dómsmálaráðherra

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en bæjarráð samþykkti samhljóða að taka þennan dagskrárlið inn með afbrigðum. Í ljósi frétta um ákvörðun dómsmálaráðherra um niðurfellingu lögsagnarumdæma sýslumanna á landsbyggðinni, undir merkjum stafrænnar og skilvirkra stjórnsýslustöðva sýslumanns í heimabyggð, ákvað bæjarráð Vestmannaeyja að fjalla um málið. Samkvæmt upplýsingum bæjarráðs stendur […]
Undirbúa móttöku flóttamanna frá Úkraínu

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en þann 9. mars sl., sendi félags- og vinnumálaráðuneytið, sveitarfélögum erindi vegna móttöku flóttafólks. Ástandið í Úkraínu og vaxandi fjöldi flóttafólks hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur. Hafa nokkur sveitarfélög lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Gert er ráð […]
Fella niður leikskólagjöld vegna covid lokunar

Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, um heimild til að fella niður leikskólagjöld vegna lokunar deilda vegna Covid 19, þegar sveitarfélagið neyðist til að loka deildum/kjörnum vegna manneklu sem má rekja til Covid 19. Um er að ræða lokun Stafsnesvíkur 1. febrúar sl. og Höfðavíkur 14.-15. febrúar […]
Gera ráð fyrir 18 íbúðum á Boðaslóð 8-10

Húseign og byggingarréttur að Boðaslóð 8-10 þar sem nú stendur Rauðagerði var auglýst til útboðs þann 19. nóvember 2021. Tvö tilboð og hugmyndir bárust í lóðina. Umhverfis og skipulagsráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 14. febrúar sl. og vísuðu málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Hugmyndir tilboðsgjafa um nýtingu lóðarinnar voru bornar saman við skilmála […]