Bæjarfulltrúm fjölgar úr sjö í níu

Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar var til umræðu og afgreiðslu á fundi bæjarstjórna sem fram fór á fimmtudag en fundargerð var birt í dag. Á bæjarstjórnarfundi þann 11. júní sl., voru lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn, drög að endurskoðaðri bæjarmálasamþykkt, sem starfshópur skipaður kjörnum fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, vann á vormánuðum. Samkvæmt 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. […]

Meira lýðræði – sami kostnaður

Rökin fyrir fjölgun bæjarfulltrúa úr sjö í níu eru einfaldlega þau að samsetning bæjarstjórnarinnar verður lýðræðislegri en með núverandi fyrirkomulagi. Það verður auðveldara fyrir minni framboð að koma manni að; þröskuldurinn lækkar því það þarf færri atkvæði á bak við hvern fulltrúa. Fjölgun bæjarfulltrúa leiðir sömuleiðis til þess að það verður erfiðara að ná meirihluta […]

Bæjarstjórn í beinni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundar í Einarsstofu safnahúsi og hefst hann kl. 18:00. Bæjarstjórn hefur ekki komið saman síðan 9. júlí og því fjöldi mála á dagskrá. Dagskrá fundarin má sjá hér að neðan. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 44. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. 2. 201212068 – Umræða um samgöngumál […]

Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér […]

Kúvendingar og eftiráskýringar sem standast ekki skoðun

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru enn til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Munu leita álits sveitastjórnarráðuneytis Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu um málið en þeir voru frá upphafi andvígir kaupum Vestmannaeyjabæjar á húsnæði Íslandsbanka. Á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 11. júní samþykkti meirihluti H- og E- lista kauptilboð alls eignarhluta Íslandsbanka á Kirkjuvegi 23 upp á 100 […]

Fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í beinni

https://www.facebook.com/82344476330/videos/301662540985531/ https://www.facebook.com/82344476330/videos/596383067747976/ 1562. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, 9. júlí 2020 og hefst hann kl. 18:00 Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál Fundargerðir til staðfestingar 2. 202006002F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 252 Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar. 3. 202006003F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 327 […]

Staðfestir nauðsyn þess að innanlandsflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni

Samgöngumál voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku þar var sett fram eftirfarandi áskorun. “Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Reykjavíkurborg að láta af sífelldri aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri og skorar á samgönguráðuneytið að ganga úr skugga um að Reykjavíkurborg vegi ekki frekar að öryggi innanlandsflugs með frekari skerðingu á starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri […]

Leiðréttingar standast ekki skoðun

Yfirlýsingar bæjarstjóra í gærdag og gærkvöldi um að Lögmannsstofa Vestmannaeyja væri ekki að kaupa húsnæði 2. hæðar Íslandsbanka af Vestmannaeyjabæ heldur beint af Íslandsbanka halda ekki vatni og þarfnast nánari útskýringar af hálfu bæjarstjóra. Í bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudagskvöld stendur orðrétt: ,,Jafnframt leggur meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup […]

Blekkingarleikur í bæjarstjórn?

Fyrr í kvöld birtu vefmiðlar í Eyjum tilkynningu frá bæjarstjóra þar sem hún leiðréttir ranga orðanotkun á bæjarstjórnarfundi í gær varðandi kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbanka. Umrædd tilkynning barst ritstjóra Eyjafrétta ekki. Í tilkynningunni segir “að Vestmannaeyjabær myndi framselja hluta af húsnæði, sem áformað er að kaupa af Íslandsbanka, til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Einungis […]

Bæjarstjórn í beinni

Klukkan 18:00 fer fram 1561. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Einarsstofu, safnahúsi. Hér má finna streymi frá fundinum ásamt dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201906119 – Kjör forseta og varaforseta skv. 7.gr. og kjör bæjarráðs skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum 3. 201909118 – Húsnæðismál […]