Lumar þú á næsta Goslokalagi?

BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, í samstarfi við Goslokanefnd óskar eftir framlögum í samkeppni um nýtt Goslokalag fyrir hátíðina 2019. Skilafrestur er til og með miðvikudeginum 1. maí. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð laglína á nótum er vel þegin. Þeir […]

Guðný Emilíana sendir frá sér sitt fyrsta lag “It´s gonna be okay”

“It´s gonna be okay” er fyrsta lagið sem Eyjamærin Guðný Emilíana sendir frá sér. Það er jafnframt annað lagið og lag febrúarmánaðar í verkefninu “Eitt lag á mánuði” sem BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir. Lagið og textinn er eftir Guðný Emilíönu Tórshamar og syngur hún lagið sjálf. Allur hljóðfæraleikur, útsetning og […]

Sjómannskonan (Dúlla) fyrsta lagið í verkefninu Eitt lag á mánuði

Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda, BEST, sendir út í dag fyrsta lagið í útgáfuverkefninu „Eitt lag á mánuði.” Ætlunin er að gefa út eitt lag eftir vestmanneyskan höfund í hverjum mánuði allt næsta árið. Fyrsta lagið heitir Sjómannskonan (Dúlla) og er eftir Sæþór Vídó við texta Snorra Jónssonar. „ Í apríl á síðasta ári héldu börn […]