ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

Á Hásteinsvelli kl. 14:00  í dag mun fara fram leikur íBV og Stjörnunnar. Þessi lið mættust síðast í lok maí í 8. umferð deildarinnar, skömmu fyrir landsleikjahlé. Þá hafði ÍBV ekki unnið leik og það leit út fyrir að liðið væri í smá krísu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari, hefur hins vegar alltaf talað um að stutt […]

Aðstoðarþjálfarinn farinn

Dave Bell, enskur aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV, hefur ekki verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Bell gerði tveggja ára samning við ÍBV síðastliðinn vetur til þess að þjálfa liðið með Hermanni Hreiðarssyni. Bell hafði til að mynda starfað fyrir Manchester United og Watford áður en hann kom hingað til lands. „Vegna persónulegra aðstæðna þá […]

Stór skellur gegn KR

Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni. ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í […]

Mikið í húfi þegar ÍBV heimsækir KR í dag

Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö […]

Jafntefli í Úlfarsárdalnum!

ÍBV gerði jafntefli á móti Fram í fjörugum leik í Úlfarsárdalnum og var lokaniðurstaða 3-3 í leikslok. Kærkomið jafntefli hjá liðinu eftir nokkra leiðinlega tapleiki í röð. Mörk ÍBV skoruðu: Andri Rúnar Bjarnason (á 2. mínútu úr víti), Andri Rúnar Bjarnason (á 22. mínútu) og Alex Freyr Hilmarsson (á 61. mínútu), en hann fékk slæmt […]

ÍBV strákarnir heimsækja Fram í dag

Í dag kl. 18:00 tekur lið Fram á móti ÍBV strákunum okkar í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram á nýju íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Aðrir leikir í Bestu deild karla í kvöld eru: Stjarnan – KR Breiðablik – KA (meira…)

Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Hermann Hreiðarsson. ÍBV

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“   „Það […]

Ekki komnir á beinu brautina

Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði sér ekki á strik í leiknum gegn Stjörnunni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar, en markið kom á 60. mínútu. Leikmaður ÍBV, Elwis Bwomono var í banni í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA og Atli Hrafn hjá ÍBV fékk rautt spjald […]

ÍBV spilar í fótboltanum í dag

Kvennalið íBV í knattspyrnu spilar í dag leik í bikarkeppni við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum, en leikurinn hófst kl. 15:00. ÍBV situr nú í 5. sæti í Bestu deild kvenna og má segja að skemmtileg orka sé í kringum liðið í ár. Lið Keflavíkur er í 7. sæti. Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilar deildarleik […]