Mikilvægasti dagur ársins

  “Í dag er mikilvægasti dagur ársins fyrir björgunarsveitirnar. Stöndum með þeim og verslum flugeldana á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna.” segir í facebook færslu frá flugeldamarkaði björgunarsveitanna. Björgunarfélag Vestmannaeyja er með opið til klukkan 16.00 í dag í gangi er “Borgar fyrir 2 – færð 3” tilboð á völdum vörum. Spáð er að það lægi í Vestmannaeyjum þegar […]

Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna

Björgunarfélag Vestmannaeyja opnar flugelasöluna hjá sér á morgun laugardag klukkan 13:00. Flugeldasalan er stærsta og mikilvægasta fjáröflun félagsins á hverju ári. Félagar í Björgunarfélaginu ætla að halda sýningu á nýjum vörum annað kvöld. Við höfðum samband við Adólf Þórsson og spurðum út í nýjungar á markaðnum. “Það er búið að bæta við í milli stærð af […]

Fárviðri í Vestmannaeyjum í gær og síðastliðna nótt

Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og kl. 19:00 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri. Vindhraðinn var mikill fram á nótt og fór vind ekki að lægja fyrr en undir morgun. Þetta var mun meiri vindur en spáð hafði verið. Lögregla hafði varað við norðvestanáttinni, […]

Komin yfir 100 verkefni, “með því verra sem við höfum fengist við”

“Þetta er svona með því verra sem við höfum fengist við,” sagði Arnór Arnórsson í samtali við Eyjafréttir. “Reynslu boltarnir eru að bera þetta saman við veðrið 1991 en það voru ekki svona nákvæmar skráningar eins og núna. Þannig það er erfitt að segja.” Útköll björgunarsveitarinnar eru komin yfir eitt hundrað og en þau hafa staðið yfir […]

Mikið tjón í FES, komin yfir 160 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Mikið tjón hefur orðið á FES og ekki sér fyrir endann á því, óttast er að meira fari af klæðningunni á norður hlið húsins. Einnig hefur orðið tjón á salthúsinu hjá Vinnslustöðinni. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru útkallsverkefni hjá Björgunarfélaginu komin yfir 160 og óttast eru að þau verði fleiri þegar líður á nóttina. (meira…)

Útköllin nálgast 80 – myndir

Það er lítið lát á útköllum hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Útköllin eru á áttunda tug og tjónið mikið. Vindhraði hefur gengið lítillega niður á Stórhöfða en búast má við að hvasst verði fram undir morgun. Óskar Pétur er búinn að fara víða um bæinn og taka meðfylgjandi myndir. (meira…)

Komin rúmlega 50 verkefni hjá Björgunarfélaginu

Björgunarfélag Vestmannaeyja er nú að störfum í átta hópum víða um bæinn en rúmlega 40 manns eru að sinna útköllum þessa stundina. Arnór Arnórsson formaður BV segir mikið tjón af fjúkandi þakplötum víða um bæinn. Arnór ýtrekar að fólk eigi að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur yfir. Meðal vindhraði klukkan 19:00 var 40 […]

Eiðið lokað

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér erftirfarandi tilkynningu: Nú hefur veður versnað talsvert í Vestmannaeyjum og er Björgunarfélag Vestmannaeyja að sinna útköllum víðsvegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin ákvörðun hjá Björgunarfélaginu að ekki sé stætt að sinna útköllum þar og því hefur lögregla lokað fyrir […]

Björgunarfélagið fengið tvö útköll – myndir

Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist tvær hjálparbeiðnir í óveðrinu sem gengur yfir landið. Annarsvegar er um að ræða þakplötur að fjúka á Brekastíg og á Vallagötu splundraðist kofi í veðrinu. Meðalvindhraði á Stórhöfða var 33 m/s og fór yfir 40 m/s í hviðum klukkan 17:00. Óskar Pétur var að sjálfsögðu ekki langt undan með myndavélina og […]

Útgáfu afmælisrits BV fagnað – myndir

Það var fjölmenni í Einarstofu í gær þegar útgáfu 100 ára afmælisblaðs Björgunarfélags Vestmannaeyja var fagnað. Ómar Garðarsson, sem ritstýrði blaðinu hóf athöfnina á nokkrum orðum. Hann sagði það hafa verið eintakt tækifæri að fá að stýra afmælisblaðinu. „ Það er ótrúlegt til þess að hugsa að á árinu 1918 var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Ár […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.