Lokið við að bólusetja 69 ára og eldri í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi okkur eftirfarandi upplýsingar: Í gær voru bólusettir hátt í 500 einstaklingar í Vestmannaeyjum, bólusett var í Íþróttamiðstöðinni og gengu bólusetningar mjög vel, enginn fékk alvarleg viðbrögð. Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni var mjög góð og viljum við þakka starfsfólki Íþróttamiðstöðvar og RKÍ í Vestmannaeyjum fyrir aðstoðina. Núna hafa […]
Fjölmennasta bólusetningin í Vestmannaeyjum

Í dag verður stærsta bólusetningin hjá okkur til þessa. Hátt í 500 manns verða bólusett og Vestmannaeyjabær kemur til aðstoðar við undirbúning. Fer bólusetning fram í gamla íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni. Þar munum við eiga auðveldara með að forðast of þétta hópa og halda fjarlægðartakmörk auk þess sem fólk þarf að hinkra í nokkrar mínútur áður […]
Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er […]
Næstu bólusetningar gegn covid í Vestmannaeyjum

Enn er Covid veiran að sýkja einstaklinga og mikilvægt að fara varlega og halda uppi persónulegum sóttvörnum. Við höldum áfram að bólusetja og í næstu viku er áætlað að ljúka við fyrstu bólusetningu árganga 1944, 1945 og 1946 og mun fólk í þeim árgöngum fá skilaboð – sms í næstu viku varðandi hvar á að […]
Skólar loka og tíu manna samkomubann

uppfært Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. Ákvörðun heilbrigðisráðherra […]
Bólusetning við Covid-19 á áætlun í Eyjum

Bólusetningar við Covid í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun og í þessari viku er áætlað að ljúka bólusetningum fyrir 80 ára og eldri. Það eru einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1941 eða fyrr. Ef ekki hefur náðst í einstaklinga í þeim hópi , sem óska eftir bólusetningu eru þeir/aðstandandur beðnir um að […]
Bólusetningar hafnar hjá starfsfólki Hraunbúða

Það var stór dagur í gær þegar fyrstu starfsmennirnir á Hraunbúðum fengu bólusetningu gegn Covid 19. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Fyrst til að þiggja sprautu var hún Dóra Kolbeinsdóttir starfsmaður í aðhlynningu. Hún var full tilhlökkunar yfir tilefninu. Á eftir fékk hún kokteil og gat loks látið sig dreyma um sól og […]
Áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og […]
Áfram sömu heimsóknarreglur á Hraunbúðum

Í tilkynningu til frá Sólrúnu Gunnarsdóttur, deildarstjóra öldrunarmála hjá Vestmannaeyjabæ segir hún íbúa Hraunbúða nú telja niður dagana í seinni sprautu bóluefnisins sem verður í kringum 19. janúar „en þá eru komnar þrjár vikur á milli skammta. Nokkrum dögum eftir það ætti mótefni að hafa myndast hjá heimilisfólki gegn veirunni. Starfsfólkið hefur ekki enn fengið […]
Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar

Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og […]