Veira, eldgos eða flóðbylgjur  

Við glímum sem samfélag við eignatjón, fjártjón og manntjón á ári hverju. Í forgangi er að koma í veg fyrir manntjón. Það hefur orðalítið verið samþykkt sem ein megin manngildishugsjón okkar. Það er líka megin markmið sóttvarnaraðgerða, björgunaraðgerða á sjó og landi, brottflutningsáætlana vegna náttúruvár osfrv. Slík viðbrögð reyna á samheldni, þolinmæði og þrautseigju. Þau […]

Engin ný smit síðan 30. september

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. […]

Skólastarf í forgangi

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í gær með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fulltrúum Kennarasambands Íslands og skólastjórnenda um stöðu skólastarfs í ljósi þróunar COVID-19 faraldursins hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í máli sóttvarnalæknis kom meðal annars fram að hlutfall barna (0-18 ára) af heildarfjölda smitaðra er áþekkt […]

Öllum knattspyrnu leikjum frestað til og með 19. október

KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum til og með 19. október.  Unnið er að því að finna nýja leikdaga á þá leiki sem frestast og verða frekari upplýsingar birtar um leið og unnt er.  Áður hafði leikjum á vegum KSÍ verið frestað um eina viku.  Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og […]

Öllu mótahaldi KSÍ frestað um viku

Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar […]

Handboltinn fer í frí

Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að […]

Engin ný smit í Eyjum síðustu daga

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðustu daga. Enn eru 5 í einangrun og 36 í sóttkví. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á landinu þar sem virk smit eru í öllum landshlutum. Samhliða tóku gildi hertar samkomutakmarkanir sem gilda á öllu landinu og í gær tóku frekari takmarkanir gildi á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda […]

Breytt kirkjustarf

Það verða töluverðar breytingar næstu vikur á starfi Landakirkju sökum faraldursins. Flest starf fellur niður, þ.m.t. messur og sunnudagaskóli en krakkaklúbbarnir (1T2, 3T4, TTT) og Æskulýðsfélagið heldur þó áfram. Sjá betur á meðfylgjandi mynd. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í gær bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún […]

Fólk hvatt til að stilla ferðum til og frá Eyjum í hóf

Vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda í ljósi fjölgunar Covid-19 smita á landinu, hefur viðbragðstjórn Vestmannaeyjabær sent frá sér uppfærðar reglum um starfsemi bæjarins, sem sendar hafa verið framkvæmdastjórum og forstöðumönnum stofnana bæjarins til framkvæmdar. Opnunartími stofnana Vestmannaeyjabæjar verður óbreyttur áfram, en fólk er hvatt til að nýta sér rafrænarlausnir eða símaþjónustu sé þess einhver kostur frekar […]

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær birti á heimsíðu sinni frétt í dag þar sem farið er yfir stöðuna í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum. Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi vegna Covid 19 á landinu viljum við koma eftirfarandi á framfæri varðandi öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir Við hvetjum aðstandendur heimilisfólks til að fylgjast vel með heimsóknarreglum því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.