Hertar aðgerðir á HSU

Stjórnvöld hafa boðað hertar aðgerðir vegna aukinna covid smita í þjóðfélaginu. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú grímuskylda á öllum starfsstöðvum til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Reynt verður að halda þjónustu óbreyttri eins og hægt er, mikill tími starfsfólks HSU fer í að sinna sýnatökum og fleiru tengt COVID-19 sem óhjákvæmilega bitnað á annarri […]
Hertar reglur í grunnskóla, leikskólum og frístund næstu tvær vikurnar

Nú þegar neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 hefur verið lýst yfir og samkomutakmarkanir hafa verið hertar næstu tvær vikurnar þykir ástæða til að skerpa enn frekar á sóttvörnum í grunnskóla, leikskólum og frístund. Heimsóknir utanaðkomandi aðila í skólabyggingarnar verða takmarkaðar eins og hægt er næstu tvær vikurnar. Foreldrar/forráðamenn grunnskólabarna eru því beðnir um að koma ekki […]
Kennsla í bóknámi verður rafræn

Nú er búið að setja á neyðarstig almannavarna í landinu og sóttvarnaraðgerðir í framhaldsskólum hafa verið hertar. Á morgun, mánudag, færast kennslustundir í bóknámi sem áttu að vera upp í skóla yfir á Teams. Nemendur sem stunda nám á starfsbraut og nemendur sem eru í verklegum áföngum mæta samkvæmt nánari fyrirmælum kennara. Nemendur eru hvattir […]
Fimm í einangrun í Eyjum

Síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greinst með staðfest smit af COVID-19. Eru því samtals 5 í einangrun og 27 í sóttkví og er von á að þeim fjölgi enn frekar þar sem smitrakningu er ekki lokið. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til einstaklinga með flensueinkenni að halda sig heima og hafa samband […]
Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel þrátt fyrir Covid

Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki […]
Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]
Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]
Eitt smit í Eyjum

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu aðilar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent […]
Lokað fyrir heimsóknir

Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu. Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður […]
Áhöfnin á Þórunni í sóttkví

Allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni Sveinsdóttur VE eru komnir í sóttkví þetta staðfesti Gylfi Sigurjónsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Já það var strákur með okkur í síðasta túr sem lauk á miðvikudag sem greindist smitaður á laugardaginn,“ sagði Gylfi. Allir áhafnarmeðlimir á Þórunni sem fóru í frí eftir síðasta túr eru nú í […]