Grímuskylda í framhaldsskólanum

Sóttvarnir hafa verið hertar við framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, þetta kemur fram í færslu á facebook síðu skólans sem birt var í kvöld. Ætlast er til að nemendur séu með grímur í skólanum og beri þar innan dyra frá og með mánudeginum 21.september þar til annað verður gefið út. Nemendur fá grímur afhentar við innganga skólans sér […]
Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á þriðjudag var m.a. kynntur íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19. „Í fjáraukalögum ríkisins árið 2020 var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Félagsmálaráðuneytið […]
Taflfélag Vestmannaeyja hlaut styrk vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað fimmtíu milljónum kr. til félaga sem sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Ráðstöfun þessi er til samræmis við þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19. Taflfélag Vestmannaeyja var meðal þeirra sem fengu styrk og hlutu 300.000 krónur. Styrkir eru […]
Eina af 150 milljónkróna COVID styrk til Íþróttanna, rataði til Eyja

Handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags var eina félagið í Vestmannaeyjum sem hlaut styrk úr úthlutun vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna Covid-19 samtals 1.114.688 krónur. Forsaga málsins er sú að ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að […]
Öllum sagt upp á Herjólfi

Rétt í þessu lauk starfsmannafundi hjá Herjólfi ohf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var þar tilkynnt um uppsögn allra starfsmanna félagsins. Þar kom einnig fram að allir starfsmenn hafa þriggja mánaðar uppsagnarfrest og verður þjónusta skipsins því óskert til 1. desember næstkomandi. Von er á tilkynningu frá félaginu um málið. Ekki náðist í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra […]
Sveitarfélög misjafnlega búin undir áhrif Covid-19

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga. Starfshópurinn áætlar að verulegur samdráttur verði í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við áætlanir og að neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna. Í niðurstöðum starfshópsins segir að gera megi ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða […]
Engin ný smit í Vestmannaeyjum

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 22. ágúst sl.Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum eru í einangrun og hafa fimm náð bata. Engin er í sóttkví og hafa því samtals 80 lokið sóttkví. Aðgerðastjórn hvetur bæjarbúa til að sýna ábyrgð og gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum.Við höfum staðið okkur vel. Höldum […]
Við erum reynslunni ríkari og tilbúin í nýtt skólaár

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag skólasetning verður með öðrum hætti í ár og mæta nemendur án foreldra/forráðamanna til setningar. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri segir að tilhlökkun leyni sér ekki í skólanum. „Við erum farin að hlakka til að hefja skólahald á ný og að hitta nemendur. Starfsfólk skólans stóð sig virkilega vel síðasta vor […]
Eitt nýtt smit í Eyjum

Einn einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 en viðkomandi var í sóttkví og er nátengdur aðilum sem áður höfðu greinst. Er því ekki um svokallað nýtt smit að ræða. Samtals eru fjórir einstaklingar í einangrun og hafa þrír náð bata. Einn einstaklingur er í sóttkví en 79 hafa lokið sóttkví. […]
Afmælishátíð Landakirkju felld niður

Vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu um þessar mundir hefur verið ákveðið að 240 ára afmælishátíð Landakirkju, sem til stóð að yrði 30.ágúst næstkomandi, muni falla niður. Undirbúningur fyrir hátíðina hefur staðið yfir um nokkurt skeið, og líklega hafa bæjarbúar einna helst orðið varir við andlitslyftinguna á veggnum umhverfis kirkjuna, auk þess sem […]