Enn greinast engin ný smit í Eyjum

Í dag hafa engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum í rúma viku. „Sex einstaklingar eru í einangrun og sjö í sóttkví. 72 hafa lokið sóttkví. Við verðum áfram að virða reglur og gæta að eigin sóttvörnum,“ segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórn í dag. Á fundi bæjarráðs í gær gerði bæjarstjóri grein fyrir stöðu og […]
Ekkert smit í Eyjum síðan tólfta ágúst

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 12. ágúst síðastliðinn. Enn eru sex einstaklingar í einangrun og 28 í sóttkví. 49 hafa lokið sóttkví. Viðbrögð samfélagsins hafa verið gríðarlega góð allt frá því að veiran greindist hér eftir verslunarmannahelgi og tókst strax að hefta útbreiðslu hennar. Bæjarbúar hafa gætt vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum auk […]
Engin ný smit síðasta sólarhringinn

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn. Sex einstaklingar eru í einangrun í Vestmanneyjum og 75 í sóttkví. Tveir hafa lokið sóttkví. Sem fyrr ítrekar aðgerðastjórn mikilvægi þess að bæjarbúar standi saman og gæti áfram vel að eigin sóttvörnum og almennum smitvörnum. Við höfum staðið okkur vel, höldum því áfram! F.h. aðgerðastjórnar, Arndís […]
Tveir greindust með Covid-19 í Eyjum

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 síðasta sólarhringinn en þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. Eru því samtals 6 í einangrun og 76 í sóttkví í Vestmannaeyjum. Verum áfram dugleg að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum til að vernda okkur sjálf og okkar viðkvæmasta fólk. F.h. aðgerðastjórnar, […]
Ekkert nýtt smit í Eyjum

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og er staðan því enn óbreytt. Fjórir einstaklingar eru í einangrun og 78 í sóttkví. Niðurstöður skimunar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar liggja fyrir og reyndust öll sýni sem tekin voru neikvæð. Aðgerðastjórn vil þakka starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir skjót viðbrögð og […]
Staðan er óbreytt frá því í gær

Enn eru fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn hefur lokið sóttkví. Í gær fór fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Voru tekin sýni hjá tæplega 500 einstaklingum. Niðurstöður munu liggja fyrir á morgun. Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hefur óskað eftir því að aðgerðastjórn komi því á framfæri […]
„Ég hata þessa veiru!“

Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur […]
Þeim sem eru í sóttkví býðst að panta og fá sent

Eins og almenningur ætti orðið að vita má sá sem er í einangrun eða sóttkví ekki fara í verslun. Samkvæmt aðgerðarstjórn í Vestmannaeyjum voru í gær samtals fjórir í einangrun og 78 sóttkví. Þessu fólki hefur Krónan í Vestmannaeyjum ákveðið að koma til aðstoðar í samstarfi við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Hún býður því upp á að […]
Fjórir í einangrun í Eyjum

Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 í gær en þeir voru báðir í sóttkví. Eru því samtals fjórir í einangrun og 78 í sóttkví. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu […]
Óvissa með fyrirkomulag í FÍV

Undirbúningur haustannar er í fullum gangi og munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu Framhaldsskólans þegar nær dregur. Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju […]