Þjónusta á vegum Hugarafls og Geðhjálpar á tímum Covid – fyrir fólk með geðraskanir og andlega vanlíðan

Félagasamtökin Hugarafl og Geðhjálp hafa í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið unnið að nýjungum á sviði ráðgjafar til félagsmanna sinna á tímum Covid 19 og eru nú að bjóða þjónustu út á landsbyggðina. Vakin er athygli á því að fólk sem á við andlega vanlíðan og/eða geðræna erfiðleika að stríða getur fengið aðstoð í formi símtala, tölvupósta, […]
Ekkert nýtt smit í viku

Lögreglan í Vestmannaeyjum birti færslu á facebook síðu sinni rétt í þessu þar sem fram kemur að ekkert nýtt smit hafi greinst í sjö daga í Vestmannaeyjum. Enn er heildarfjöldi smita 103, 60 hafa náð bata og 43 eru með virk smit. Í dag eru 150 manns í sóttkví. (meira…)
Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð

ÍBV sendi núna seinnipartinn frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vinna við undirbúning þjóðhátíðarinnar 2020 haldi áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Tilkynning þessi er send í framhaldi af fréttum dagsins um fjöldatakmarkanir við hátíðarhöld í sumar. Tekið er fram að öryggi gesta, listamanna, […]
Hátíðarhöld sumarsins takmörkuð við 2.000 einstaklinga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi þann 11. apríl minnisblað varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020 til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þórhallur leggur til að þeim takmörkunum á samkomum sem nú eru í gangi verði aflétt í nokkrum skrefum næstu mánuði með 3ja-4ja vikna millibilum. Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á […]
Dregið úr takmörkunum eftir 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí. Í þeim felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, unnt verður að opna framhalds- og háskóla […]
Skólahald næstu vikna

Á morgun miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný við Grunnskólan í Vestmannaeyjum, skólahald verður með sama hætti og var áður en við fórum í fjarkennslu. Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn […]
Sóttvarnir í Vinnslustöðinni ganga vonum framar

Engin kórónaveirusmit hafa greinst í landvinnslu VSV, skipum, erlendum sölufyrirtækjum eða í Grupeixe saltfiskfyrirtæki VSV í Portúgal. Tveir sjómenn greindust með smit en annar var í fríi og hinn í sóttkví og aðrir í áhöfn voru því ekki í smithættu. Smit greindist í dótturfélagi VSV, Hafnareyri, og þar fóru því nokkrir starfsmenn í sóttkví. Starfsfólk HSU í […]
Ekkert nýtt smit í fimm daga

Ekkert smit hefur greinst síðan 6. apríl í Vestmannaeyjum og eru því komnir 5 dagar án þess að nýtt smit greinist. Hafa verður í huga að við skimun Íslenskrar erfðagreiningar bættust mörg smit við dagana 3.-5. apríl sem hefðu líklega greinst síðar hefði skimun ÍE ekki farið fram. Það er of snemmt að fagna, við […]
Líklegt er að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar

Upplýsingafundur almannavarna fór fram klukkan 14:00 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir fóru yfir stöðuna í COVID-19 faraldrinum. Gestir á fundinum voru þeir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur kom inn á það á fundinum að engum núverandi aðgerðum verður ekki aflétt […]
Starfsfólki og foreldrum ber að þakka fyrir jákvæðni, þolinmæði og þrautseigju á þessum erfiðu tímum

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru rædd á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Þar var farið yfir stöðuna í GRV, leikskólunum, tónlistarskóla, frístundaveri og hjá dagforeldrum. Fræðslufulltrúi lagði fram minnisblað um starfið í fræðslu- og uppeldisgeiranum frá því samkomubann hófst þann 15. mars sl. Nemendur GRV mættu í skólann í fjórar kennslustundir á dag fyrstu vikuna. Mæting […]