Fjórtán hafa náð bata – tólf ný smit um helgina

Um helgina hafa 12 smitaðir bæst við og greindust allir nema einn í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Nú er búið að rannsaka 1200 af þeim 1500 sýnum sem voru tekin í skimun ÍE. Af þeim sem greindust nú voru 4 í sóttkví og nokkrir einkennalausir. Heildarfjöldi smita í Vestmannaeyjum er orðinn 95. Þá er ánægjulegt að […]

Við björgum mannslífum með því að virða reglur

Á morgun eru þrjár vikur frá því við fengum fyrsta smit COVID-19 staðfest í Vestmannaeyjum. Margt vatn hefur runnið til sjávar og síðan þá hafa 84 verið greindir með sjúkdóminn í okkar samfélagi og 4 náð bata. Á Íslandi öllu eru tilfellin orðin um 1400 talsins og tæplega 400 manns hafa náð bata. Fólk sem […]

Fjórtán ný tilfelli – 1500 mættu í skimun Íslenskrar erfðagreiningar

Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar þar sem 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Stór hluti þessa hóps sem skimaður var fyrri hluta fimmtudags var fólk sem var í sóttkví. Þeir sem settir hafa verið í sóttkví frá upphafi eru 661 og 298 hafa lokið sóttkví. […]

Bakvarðarsveit Hraunbúða

05D0E6D8-1717-492E-9AEE-CB8D19391B61

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir langar að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 fari svo að brottfall verði mikið í hópi starfsmanna. Leitað er að heilsuhraustum einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingarstörf. Þeir sem áður hafa haft samband er bent á að senda staðfestingu aftur. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast […]

Samkomubann framlengt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann sem átti á ljúka þann 13. apríl til 4. maí en þetta kemur fram í tilkynningu um málið. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á dögunum að hann hafi lagt það til að samkomubannið verði framlengt og samþykkti Svandís þá tillögu. Vestmannaeyjabær sendi frá sér tilkynningu í […]

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja eftir páskaleyfi

Áætlað er að hefja kennslu þann 15. apríl skv. því fyrirkomulagi sem var á skólahaldi áður en til fjarkennslunnar kom og er ákvörðunin er tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna. Starfsdagur verður þriðjudaginn 14. apríl og nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar út þann dag.   Við þökkum starfsfólki, nemendum og foreldrum GRV fyrir gott […]

Mikið leitað til Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á sjó

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda. Þetta kemur fram frétt á vef Gæslunnar. Varðstjórar hafa því verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála. Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og […]

Aðalfundi ÍBV frestað

Aðalstjórn ÍBV hefur ákveðið að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1 maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Boðað verður til fundarins með auglýingu síðar. (meira…)

Fjöldi smita kominn í 69, fjórir hafa náð bata

Fjöldi smita vegna COVID-19 er nú 69 í Vestmannaeyjum. Þrír til viðbótar greindust með veiruna í dag og voru þeir allir í sóttkví þegar þeir greindust. Frá fyrsta smiti hefur 57% fólks sem hefur greinst með staðfest smit í Vestmannaeyjum þegar verið í sóttkví þegar það greinist. Fjórir hafa náð bata. Fjöldi einstaklinga sem settur […]

Rúmlega eitt þúsund Eyjamenn í skimun

Skimun­ vegna kór­ónu­veirunn­ar hófst á bíla­stæðinu við íþrótta­miðstöðina í Vestmannaeyj­um klukk­an 10 í morg­un og hef­ur verið nóg að gera. Rúm­lega eitt þúsund manns hafa bókað sig í skimun í Vest­mann­eyj­um á næstu þrem­ur dög­um. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is. Spurður út í þá sem hafa smit­ast seg­ir Hjört­ur að sum­ir fá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.